Mars mánuður liðinn og þá er komið að því að skoða hvaða vörur ég notaði extra mikið og mæli með. Það má segja að þessi liður sé orðinn einn af mínum uppáhalds. Það er eitthvað við það að setjast niður með kaffibolla við lok hvers mánaðar að skoða hvaða vörur eða hlutir voru í uppáhaldi hjá mér í þeim mánuði og vil fjalla um.

Eins og ég hef áður nefnt að þá er í þessum flokki hitt og þetta sem vekur áhuga minn – sem gerir þetta enn þá skemmtilegra.

Í mars eru 6 hlutir & vörur sem ég mæli með.

Stjörnumerktar vörur fékk greinarhöfundur að gjöf en aðrar keypti hún sjálf.

1. Anastasia Brow Definer HÉR 2. Skyn Iceland Nordic Peel HÉR 3. Laura Mercier Translucent púður HÉR 4. Estée Lauder Lip Conditioner 5. BKR vatsnbrúsar HÉR  6. Ofra í litnum Charmed HÉR

Anastasia Brow Definer – Þegar ég keypti þessa vöru fyrst að þá var ég lengi að komast að lagið með að nota hana. En svo þegar ég komst á lagið að þá uppgötvaði ég snilldina að hafa augabrúnirnar fallega mótaðar á stuttum tíma. Greiðan sem er á Brow Definer er mjög góð til að greiða í gegnum þær og dreifa litnum á rétta staði og verða þær náttúrulegri fyrir vikið. Algjör snilld. Hann er að klárast og það þykir mér svo leitt svo ég ákvað að hafa hann í uppáhalds. Í rauninni ætti hann að vera í uppáhalds alla daga. Ég keypti minn í Sephora erlendis en auðvitað er hann til í Nola hér á landi.

Skyn Iceland Nordic Peel – Þessi vara hefur verið svo áberandi á samfélagsmiðlum og allir að lofsama hana. Svo ég auðvitað varð að prófa. Þetta eru einskonar skífur úr grisju sem þú strýkur yfir andlitið mjúklega og um leið hreinsar yfirborð húðarinnar. Í grisjunum eru svo ávaxtaensím og mjólkursýrur sem endurnýja húðina (slétta og hreinsa úr svitaholum, gefa henni frískleika og ljóma). Ég notað vöruna í 3 vikur núna og nota hana 2-3x í viku og ég finn mikinn mun. Mér finnst mjög góð tilfinning að bera skífurnar á húðina og finna hvað húðin verður extra hrein, tilvalið áður en ég set á mig maska. Mæli 100% með þessari vöru fyrir alla!

Laura Mercier Translucent púður – Þessa vöru keypti ég fyrir mörgum mánuðum og notað hana óspart þá. En svo eignaðist ég aðrar vörur og minnkaði að nota þetta púður. En um daginn fór ég á árshátíð og notaði það. Ég var alveg búin að gleyma hversu mikil snilld þetta púður væri! Ég er ekkert mikill aðdáandi þess að „baka“ húðina en ég geri það þegar ég er að fara eitthvað extra fínt eins og um daginn. Ef ég vil að hyljarinn og farði haldist á lengi yfir kvöldið að þá er þetta mitt „go to“ bökunarpúður!

Estée Lauder Lip Conditioner* – Ég eignaðist þessa vöru á síðasta ári. Í fyrstu vissi ég ekki hvort þetta væri varaprimer eða varasalvi svo ég notaði hana ekki lengi. En í vetur þegar það var mjög kalt úti að þá var gott að grípa í vöruna og setja hana á varirnar til að vernda þær fyrir kuldanum. Ég hef aldrei verið mikið hrifin af varasölvum því þeir eiga það til að þurrka upp varirnar mínar og láta mig verða háða þeim. Svo ég hef forðast það lengi að bera á mig varasalva. En ég hef ekki fundið það með þessa ákveðnu vöru. Núna þegar ég vil dekra extra við mig að þá finnst mér mjög gott að bera á mig rakamaska og setja Estée lauder varanæringu á varirnar til að hafa yfir nóttina. Þá er svo gott að vakna með silkimjúka húð og mjúkar varir. Það er mjög þægilegt að bera vöruna á varinar og þær verða ekki klístraðar sem er kostur. Það er ekkert bragð af henni og lyktar hún eins og hágæða varalitur.

BKR vatnsbrúsarnir* – Kemur nú ekki á óvart. Ég eignaðist vatnsbrúsana í lok febrúar og hef notað þá daglega síðan. Þið getið lesið umfjöllun um þá nánar HÉR. En annars nota ég minni brúsann sem er 500ml í ræktina, skólann og vinnuna. Hann er fullkomin til að taka með sér. Sá stærri 1 l nota ég heima hjá mér við tölvuna eða til að hafa á náttborðinu hjá mér. Áður en ég nota hann fylli ég brúsann af vatni og set inn í ísskáp. Það er svo gott að drekka ískalt vatn í gleri. Miklu betra en plastið sem er líka ekki gott fyrir okkur né umhverfið.

Ofra varalitur – Charmed* Manny MUA (förðunarfræðingur) fór í samstarf við Ofra og gerði þrjá mjög fallega varaliti með Ofra. Síðan þeir komu út þá hef ég lengi viljað eignast þá. En það gerðist um daginn að þá eignaðist ég einn litinn sem nefnist Charmed. Ég elska þennan varalit og hef notað hann mjög mikið í mars, og þegar ég var með hann um daginn á snappinu hjá mér og á Pigment snappinu þá hef ég verið að fá spurningar um hann. Enda er hann mjög fallegur. Klárlega orðinn einn af uppáhalds.

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

 

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.