Ótrúlegt en satt að þá er febrúar liðinn. Mánuðurinn leið hratt og var frekar skemmtilegur að mínu mati. Það sem stendur upp úr í mánuðinum er hvað margir tóku þátt í meistaramánuði og það var gaman að fylgjast með því á Snapchat og Instagram. Ég tók ekki þátt í meistaramánuði heldur ákvað ég frekar að setja mér markmið fyrir árið sem ég er að standa við og er bara mjög ánægð með það.

Þar sem febrúar var að klárast þá tekur við að skoða hvaða vörur og hluti ég notaði mikið þennan mánuð. Í þessum flokki er hitt og þetta sem vekur áhuga minn – sem gerir þetta skemmtilegra.

Í febrúar eru 8 hlutir & vörur sem ég mæli með.

Stjörnumerktar vörur fékk greinarhöfundur að gjöf en aðrar keypti hún sjálf.

1. Clinique Pep-Start rakakrem 2. Ofra varalitur HÉR 3. Naglalakk Barry M HÉR 4. Moroccanoil þurrsjampó 5. BIOEFFECT serum húðdropar  6. St Tropez brúnkufroða  7. Gardenia Copenahagen skór 8. Háls- og herðanuddtæki HÉR  

Clinique Pep-Start rakakrem* – Á dögunum eignaðist ég nýtt krem frá Clinique. Kremið er í þykkara laginu og gefur húðinni fallega matta áferð sem felur fínar línur. Kremið er því hentugt að nota undir raka eða sér. Ég hef notað kremið sem primer og er það fullkomið í það þar sem kremið er olíulaust og gefur um leið góðan raka. Clinique vörurnar fást í Hagkaup.

Ofra Liquid Lipstick – Í fyrra verslaði ég mér Ofra varalit í verslun Fotia. Ég var mjög dugleg að nota hann í sumar en svo týndi ég honum. Um daginn var ég svo heppin að finna hann aftur og hef varla sett hann frá mér. Ég elska Ofra formúlurnar í liquid lipstick þar sem hún er mött, en samt ekki það mött að hún þurrki varirnar. Mér finnst þeir líka endast mjög lengi og mæli með þeim. Minn er í litnum Laguna Beach sem er svona fölbleikur og mjög fallegur. Ég fæ reglulega spurningar um hvaða varalit ég er með þegar ég er með hann á vörunum.

Barry M Metal naglakk – Um jólin síðustu verslaði ég mér gyllt naglakk í verslun Fotia. Það er svo flott, ég fíla það í botn og langar strax í silfur líka. Naglalakkið endist mjög lengi og er hentugt á gelneglur.

Moroccanoil þurrsjampó* – Ég hef alltaf notað reglulega þurrsjampó í gegnum árin og er mikill aðdándi þeirra. En núna á dögunum hef ég gripið extra mikið í þurrsjampó þar sem ég er farin að æfa aftur og vil ekki þvo á mér hárið á hverjum degi. Mér finnst Moroccanoil vera með besta þurrsjampóið á markaðinum. Mér finnst það fullkomið fyrir mitt hár. Sum þurrsjampó eiga það til að láta dökkt hár fá gráan blæ yfir hárið við notkun en þurrsjampóið frá Moroccanoil gerir það ekki. Það sem ég geri er að spreyja því í rótina og læt það liggja smá í áður en ég nudda því í rótina og þá hvefur grái blærinn og hárið verður mjög flott og fær extra „boost“ í rótina. Mæli mikið með.

BIOEFFECT EGF húðdropar – Eins og þið vitið að þá keypti ég mér Bioeffect húpdropana í fyrra og gerði færslu um þá HÉR. Ég er enn þá að nota þessa húðdropa. Ég tók smá pásu frá þeim í haust og er farin að nota þá aftur núna. Ég var alveg búin að gleyma því hvað húðin er alltaf extra mjúk á að nota þá og fær góðan raka. Mæli með þeim.

St Tropez brúnkufroðan – Það er nauðsynlegt að bera smá brúnku á sig á veturnar. Ég hef notað St Tropez vörurnar í mörg ár og er alltaf jafn ánægð með þær. Í uppáhaldi hjá mér er brúnkufroðan þeirra og nota ég hana reglulega. Hún bara klikkar ekki og húðin fær fallegan brúnan tón.

Gardenia Copenhagen skór – Ég keypti mér þessa klikkuðu skó í GS Skór fyrir jól og er svo ánægð með þá. Ég hef notað þá mikið og alltaf þegar ég geng í þeim kemur það mér alltaf á óvart hvað þeir eru þægilegir. Því oft kaupir maður sér jú flotta skó sem geta verið óþægilegir (ég er ekki sú eina). Mér finnst þessir skór vera flottir, töffaralegir en um leið dömulegir. Ég fíla að hafa þá í smá „cowboy“ stíl og fyrir ykkur sem viljið hafa þá látlausari er hægt að taka klemmuna af. Ég keypti aðra skó frá þessu merki í desember í Kaupfélaginu og eru strax komnir í uppáhald. Held að Gardenia Copenhagen sé núna uppáhaldsmerkið mitt á skómarkaðinum hér á landi.

Háls- og herðanuddtæki frá HoMedics – Ég talaði um á Snapchat að ég væri með vöðvabólgu sem hefur verið að ágerast með árunum og eignaðist því nuddtæki á dögunum. Vöðvabólgan mín lýsir sér sem eymslum í háls- og axlarvöðvum sem getur orðið að miklum spennuhöfuðverki inn á milli. Núna hef ég notað þetta tæki reglulega í febrúar og er farin að kunna inn á það. Ég elska það! Ég elska að kveikja á því á kvöldin og setja einn þátt í gang. Ég var fyrst efins um að þetta tæki gæti nuddað hnúta og önnur meiðsli en það er sem er gott við þetta tæki er að hægt er að setja hendurnar í handföngin og þrýsta tækinu betur að líkamanum. Síðan er voða gott að kveikja á infrarauða hitanum og þá hitar tækið upp svæðið sem það nuddar – algjör snilld! Ég mæli með þessu tæki fyrir alla sem eru að kljást við einhversskonar eymsli á vöðvum (baki, öxlum, herðum og fótum). Ég er ekki sú eina sem nota þetta tæki á heimilinu og hefur kærastinn notað það mikið á harðsperrur og fyrir bakið á sér. Eitt af markmiðum mínum fyrir árið var að hugsa betur um líkamann og hef ég gert það ásamt byrja að hreyfa mig aftur, því öll hreyfing er góð fyrir líkamann.

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.