Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf

Það skiptir mig öllu máli að nota góðar hárvörur þar sem hárið mitt er mjög sítt, þurrt og mikið efnameðhöndlað. Þess vegna var ég mjög spennt að prufa nýjar vörur frá merkinu DAVINES.
Davines eru ítalskar hágæða hárvörur og er slagorð merkisins „sjálfbær fegurð“ vegna þess hve umhverfsvænar vörurnar eru. Allar hárvörur frá Davines eru í hæsta gæðaflokki og eru lausar við paraben og súlfat. Þar sem vörurnar eru mjög umhverfisvænar er notað lágmarks magn af plasti og öll framleiðsla er kolefnisjöfnuð.

15841632_10154938613073675_1017352162_n

Sjampóið sem ég er búin að vera nota nefnist Alchemic Silver Shampoo og er ætlað fyrir aflitað eða ljóst hár. Sjampóið eyðir gulum tón úr ljósu hári og er að auki mjög rakagefandi. Ég aflita á mér hárið reglulega og vil halda því alveg hvítu en ef ég nota ekki réttu vörurnar í hárið gulnar hárið með tímanum. Nú hef ég notað Alchemic sjampóið frá Davines í rúman mánuð og hárið hefur haldist alveg hvítt allan tíman svo mæli 100% með því.

Samhliða Alchemic silver sjampóinu hef ég verið að nota næringuna í sömu línu, en sú næring er mjög rakagefandi litanæring sem frískar uppá ljósan háralit. Mér finnst best að bera næringuna í handklæðaþurrt hreint hárið og leyfa henni að vera í hárinu í ca korter til þess að fá mestu virknina. Hárið verður silkimjúkt eftirá ásamt því að verða alveg hvítt.

Ég mæli fullkomlega með Alchemic línunni frá Davines fyrir allar ljóskur sem vilja mjúkt, fallegt og heilbrigt hár laust við gula tóna.

maria

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!