Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf

Nú eru jólin á næsta leiti svo ekki seinna vænna að kynna fyrir ykkur jólalínu OPI 2016. Ég er ekki frá því að OPI hafi toppað sig í ár en línan er einstaklega flott og hátíðarleg. Línan sem ber heitið „Breakfast at Tiffanys“ er í anda hinnar einu sönnu Audrey Hepburn. Jólalínan í ár inniheldur 12 liti sem eru mjög fjölbreyttir svo allir ættu að geta fundið lit sem passar við jóladressið, já eða þá áramótadressið.

opijol3

Ég fékk senda 3 liti sem sýnishorn, hver öðrum flottari. Ég er að sjálfsögðu búin að prufa alla svo ég get sýnt ykkur hvernig þeir koma út á nöglunum. Ég get svo ekki beðið eftir að fá mér fleiri liti úr línunni.

15182537_10154797898273675_1664498843_o


Liturinn hér að ofan heitir ‘Can’t read without my lipstick’, þetta er einn af þessum litum sem hentar öllum og passar við öll tilefni finnst mér.

opi-bleikur1
opi-bleikur2 Bleiki liturinn er ótrúlega sætur og heitir ‘Apartment for two’.

opiglimmer2
opiglimmer3

Ég er búin að vera gjörsamlega sjúk í glimmer litinn ‘Five-and-Ten’. Hann er nokkurs konar kampavínslitaður og glansinn er eiginlega bara ólýsanlegur. Svo finnst mér líka svo skemmtilegt með hann hvað það er auðvelt að ráða þekjunni, bæði hægt að hafa eina umferð og þá er hann meira hefbundinn en verður svo ýktari þegar komnar eru tvær umferðir (eins og á myndunum hér að ofan). Þessi litur er líka tilvalin ofan á aðra dekkra liti.

opijol4

Jólalínan er nú þegar komin í búðir svo ég mæli með að hafa hraðar hendur, en lökkin henta einstaklega vel sem jólagjafir.
OPI naglalökkinn færðu í verslunum Hagkaupa og flestum apótekum

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!