Færslan er ekki kostuð – Höfundur hefur faglega reynslu af vörunni 

Ef þú hefur ekki prófað þessa olíu þá er það einhvað sem þú þarft að setja á „to do“ listan þinn.

SP Luxe Oil frá Wella er ein besta olia sem ég hef prófað og allir þeir sem hafa prófað hana segja það sama. Þessi olía er einstök vegna þess að það er keratín í henni og hún er unnin úr svo fíngerðum sameindum að þegar olían er borin í blautt hárið smýgur hún innst inn í hárið og byggjir það upp með keratíni sem gerir það ótrúlega mjúkt og heilbrigt.

14256260_10157545265375372_866724093_n

Með aldrinum fer keratínið minnkandi í hárinu okkar og þar að leiðandi verður það stíft og glansminna heldur en hár barna. Með því að nota þessa olíu ertu að bæta keratíni í hárið sem gefur því mýktina og glansinn sem vantar. Hún inniheldur argan, jojoba og möndluoliu sem vinna vel saman.

SP Luxe Oil er ein af fáum olíum sem fita ekki hárið. Ég sjálf er með axlasítt hár og set ég fjórar til fimm pumpur í blautt hárið en það er aldrei fitugt og það þarf ekki að skola lófana eftir að þú hefur sett hana í hárið. Það er um að gera að dreifa henni á hand- og fótleggi þar sem að hún smýgur inn í húðina.

14256265_10157545288830372_638334993_n

Mikilvægt er að setja oliuna í blautt hárið en hún vinnur best þannig og nær lengst inn í hárið þannig. Eftir að þú hefur blásið hárið eða hárið er orðið þurrt og þig langar í örlitið meira glans í endana þá mæli ég með hálfri pumpu, alls ekki meira og dreyfir vel um lófan og rennur svo yfir endana. Olian vinnur öðruvisi á þurrt hár en hún leggst þá ofan á hárið. Þær sem eru með krullað hár hefur fundist mjög gott að setja smá í þurrt hárið til þess að gefa krullunum aðeins meiri glans.

 

SP Luxe Oil er frá Wella og fæst á öllum helstu hárgreiðlsustofum. Fáðu endilega að prófa og ekki gleyma að finna lyktina – hún er einum of góð!

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa