Við viljum öll eiga hárblásara sem blæs hárið á stuttum tíma. Vött (watts) skipta öllu máli.

Blásari með há vött er blásari sem þurrkar á þér hárið á góðum tíma. Mikið lykilatriði að skoða vött á blásurum og að það sé jafn kraftur og jafn hiti. Ef mótorinn er lélegur þá tekur mun lengri tíma að blása hárið og blásarinn gæti hitnað of mikið, sem þýðir það að hárið byrjar að soðna/skemmast. Ég mæli með að fá blásara sem er 1800 til 2000 vött. Einnig duga þeir með flestum vöttum lengur en aðrir blásarar.

5ae7da3c38f6502a0677385c4c18e396

Þyngdin skiptir líka máli og sérstaklega ef þú ert að blása þig oft. Sumir þekkja það að blása á sér hárið og þurfa að taka pásur þar sem þeir fá í axlirnar. Prufaðu að halda á blásaranum sem þú ert að spá í.

Ég hef prufað þá nokkra og myndi ég segja að ég hef verið ánægðust með BabyLiss Pro blásarana.

Babyliss Pro Rapido
Þessi blásari frá Babyliss Pro er ótrúlega öflugur og er aðeins 400 gr. Rapido er 2000 vött og er mjög hljóðvær miða við aðra blásara. Það eru 3 mismunandi hitastillingar og 2 hraðastillingar og takki sem blæs köldu. Þetta er blásari sem ég myndi hiklaust mæla með.

rapido3

Eiginleikar

 • 2000 Watt maxlifepro brushless motor
 • Cold shot
 • 6 Heat/Speed settings
 • Professional 9′ cord
 • Removable noise-reducing filter
 • Ion generator
 • 40% Lighter than other dryers
 • Less than 1 lb. (400g)
 • Up to 50% faster drying
 • Up to 5,000 hours
 • Over 50% quieter

Babyliss Pro Caruso
Hann er mjög góður og er snöggur að blása hárið líkt og Rapido. Caruso er 2400 vött og er aðeins þyngri og háværari heldur en Rapido. Ég myndi segja að hann væri með þennan venjulega hávaða sem kemur af blásurum. Það fylgja tveir stútar með honum. Það eru 3 hitastillingar og 2 hraðastillingar og svo takki sem blæs köldu.

babyliss-pro-caruso-2400-watts-hair-dryer

GHD Air
GHD er frægast fyrir sléttujárnin sín, en nú eru þau komin með blásara sem er æðislegur. Hann er 2100 vött og er mjög þægilegt er að halda á honum. Takkarnir eru að aftan og frekar flatir svo það er mjög þægilegt að blása með honum. Það er löng snúra á honum sem hentar mörgum vel og er hönnunin bæði falleg og stílhrein.

Hercules_above

HH simonsen blásarinn
Þennan er hægt að fá í mörgum litum og er hann 2000 vött. Hann er í fínni þynd og eru 3 hitastillingar, 2 hraðstillingar og takki sem blæs köldu. Fallegur blásari en það er eitt sem truflar mig og það er staðsettninga takkana en þeir eru akkurat á þeim stað sem ég held í blásaran og ég ég það til að rekast í takkana. Einnig er HH simonsen með litla ferðablásara úr Go Mini línunni og eru alger snild í ferðalagið en þeir eru 275 grömm og eru 1400 vött.

hh-simonsen-boss-ionic-hair-dryer-sort-0

Remington AC9096
Remington blásari úr Silk línunni. Hann er mjög fíngerður og kraftmikill. 2400 vött og fylgir með honum stútur og dreyfari sem er hentugt ef þú ert með liðað eða krullað hár. Sama er með hann er að staðsetning takkana er ekki alveg fyrir mig en þessi blásari er samt mjög góður í alla staði.

Remingston AC9096

Babyliss Pro Bambino
Ég verð að mæla með þessum því hann er bara of sætur. Þetta er ferðablásari frá Babyliss Pro og er hann 1200 vött. Það er litill hitastillir aftan á honum og svo tvær hraðstillingar. Það fylgir stútur með og lítill sætur dreifari. Hann er ekki mjög kraftmikill eins og þið sjáið en hann dugar vel fyrir þig ef þú ert að ferðast mikið.

bapr0062h_1_l

Hvað gerir stúturinn? Hann blæs hárið þitt í ákveðna átt og þú nærð því sléttu og glansmeira. Ef engin stútur er notaður fer loftið út um allt og hárið endar líka þá útum allt.
En dreifari? Dreyfari er alger snild og er hannaður fyrir þær sem eru með liði eða krullur. Þær sem eru með slétt hár geta líkað notað það til þess að búa til beyglur í hárið. Gott er að nota smá krullukrem eða froðu og svo er sjávarsaltið (saltsprey) líka snilld.

Gott ráð: Þegar þú ert að blása á þér hárið er lang best að hafa miðju hitastillinguna. Ef þú ert að blása hárið í heitustu stillingunni er hætta á því að hárið verði mjög úfið og það gæti brunnið. Gott er að leyfa hárinu að þorna sem mest sjálft og taka pásur inn á milli ef þú ert með mjög sítt og þykkt hár. Kaldi takkinn er möst í endan en hann kælir hárið niður og gefur því glans. 
Gott er að skipta hárinu niður svo þú sért ekki að blása alltaf ofaná sama staðin og skaða hárið þitt. 
Munið líka að nota hitavörn áður en notaður er blásari eða önnur heit tæki í hárið. 

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Deila
Fyrri greinYSL FALL
Næsta greinMINETAN BRÚNKUKREM