Færslan er ekki kostuð

Haustlína OPI kom í búðir núna um miðjan ágúst, og VÁ! Hún er bara aðeins of flott! Línan ber heitið Washington DC og er engin önnur en Scandal leikkonan Kerry Washington sem er andlit línunnar.

Screen Shot 2016-08-26 at 19.49.38

Haust og vetrarlínan inniheldur 15 liti og einkennist línan mest af dökkum og elegant litum auk nokkura ljósa fallegra lita. Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá línunna var að ég varð að eignast hana alla og ég held að það verði ekki langt um liðið áður en flest lökkinn verði búin að rata í naglalakkaskúffuna mína.

14114585_10154504744968675_1056313821_o

Ég fékk að gjöf um daginn þessi tvö flottu lökk sem heita Freedom of Peach og Squeaker of the House, og ég er strax búin að nota þau helling. En það sem ég elska mest við OPI lökkinn er hvað þau haldast vel á.

14114048_10154504744858675_1416560257_o

14139126_10154504744608675_1748835883_o

Liturinn Freedom of Peach er svo fallega ferskjulitaður

14152021_10154504747033675_1175872082_o14151881_10154504747243675_132074771_o

Brúni liturinn heitir Squeaker of the House og er fallega súkkulaðibrúnn og hentar við öll tilefni. Ég vil líka taka það fram að á öllum myndunum notaði ég einungis eina umferð af naglalakkinu og mér finnst algjör snilld hvað lökkinn þekja vel. Ég leyfi mér líka að fullyrða að OPI lökkin eru þau endingamestu sem ég hef prufað.

OPI naglalökkinn færðu í verslunum Hagkaups og flestum apótekum

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!