Varan í færslunni var fengin sem gjöf

Uppáhalds naglalakkið mitt þessa stundina er klárlega þetta fallega mintubláa Rimmel lakk í litnum Breakfast í bed. Þetta lakk er búið að vera á nöglunum mínum meira en minna en allan síðastliðinn mánuð. Mér finnst þessi litur svo fallega bjartur og glaðlegur og hentar vel sérstaklega núna yfir sumarmánuðina þar sem pastel litir eru svo vinsælir, en HÉR má sjá færslu um naglatrendin í sumar.

13509770_10154314986888675_875605563_o

Naglalökkinn frá Rimmel eru í miklu uppáhaldi, þau þekja mjög vel og haldast lengi á. Ég elska líka hvað burstinn sjálfur er breiður því það auðveldar svo ásetninguna.
Til að fá naglalakkið til að haldast enn lengur á mæli ég með að nota Super Gel yfirlakkið frá Rimmel, en það lætur naglalakkið haldast fullkomið á í tvær vikur, hægt er að fræðast meira um það HÉR.

13548795_10154314986873675_1195609203_o

13509744_10154314986863675_1831262589_o

 maríaEndilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!