Færslan er ekki kostuð

Við í vinnunni minni á Hár & Dekur vorum að taka inn nýtt hárvörumerki á dögunum sem heitir Maria Nila. Ég hafði heyrt mjög góðar sögur af því og var mjög spennt að prufa sjálf.
Maria Nila er sænskt merki sem er 100% Vegan ásamt því að vera curelty free og eru einnig með viðurkenningu frá Vegan Society, Leaping Bunny og PETA.

 

SONY DSC

Hárvörulínan býður upp á mikinn fjölbreytileika af vönduðum vörum til dæmis eru að finna 4 mismunandi sjampó línur: Soft, color, volume & silver. Einnig er margt annað í boði, svo sem þrjú mismunandi hársprey, þurrsjampó, styling spray, finishing spray, froða, salt sprey og fleira svo að allir geta fundið einhvað við sitt hæfi.

Maria-Nila-Pure-Volume-Shampoo-Conditioner-Review-A-Mum-Reviews-4

SONY DSC

Það sem ég er hvað spenntust fyrir eru lita næringarnar. Maria Nila býður upp á 13 mismunandi litanæringar en með þeim er hægt að fá nýjan blæ eða nýjan lit á hárið á augabragði. Næringin er borin í hárið í sturtu og látin bíða í 3-10 mínútur, fer eftir því hversu mikinn lit þú vilt fá. Liturinn helst svo í 4-10 þvotta. Ég sjálf er með mjög ljóst hár og því tilvalið að nota litanæringarnar til að hressa uppá litinn. Mér finnst til dæmis algjör snilld að ég get notað næringu sem litar hárið mitt dökkt tímabundið án þess að fara illa með það. Fyrsta lita næringin sem ég ákvað að kaupa heitir Pearl Silver og er ljós silfraður tónn. Ég er alveg að elska þennan lit, hann kemur mjög vel út í hárinu og ég mun eiga eftir að nota hann reglulega til að fríska uppá hárlitinn minn.

G13389176_10154257140363675_992482674_oÉg gleymdi að taka fyrir mynd, en þessi mynd er tekin eftir einn þvott með pearl silver.

Seinustu vikur hef ég svo verið að nota Soft línunna frá Maria Nila og er hún strax komin í mikið uppáhald. Hárið verður svo mjúkt og glansandi og ég tala nú ekki um hvað það er góð lykt af vörunum! Soft línan hentar mér vel þar sem hárið á mér er mjög þurrt og fær þá mikinn raka frá sjampóinu og næringunni. Ég nota svo alltaf olíuna eftir sturtu og einu sinni til tvisvar í viku nota ég hármaskann.

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!