Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Á dögunum fékk ég tvö ný OPI naglalökk í fallegum sumarlitum, annars vegar einn pastel bleikan sem heitir Mod about you og annan ferskjubleikan með fallegri sanseringu en hann heitir Tutti frutti Tonga.
Ég er sjálf alltaf með gelneglur en er dugleg við að naglalakka þær og nota yfirleitt alltaf OPI lökk því mér finnst þau endast lengst á nöglunum. OPI lökkin þekja mjög vel og venjulega set ég tvær þunnar umferðir eða eina þykkari, en á myndunum fyrir neðan setti ég bara eina umferð og þekjan er fullkomin.
Til þess að naglalökkin haldist sem lengst á nöglinni mæli ég með OPI undir og yfirlakki.

13262598_10153738575059150_879423289_o
Tutti Frutti Tonga
13234776_10153738573444150_1831422787_o
Mod About You

13242293_10153738573434150_2125398292_o

OPI naglalökkin fást í öllum verslunum Hagkaups og í völdum apótekum!

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!

Deila
Fyrri greinTopp 6 maskarnir
Næsta greinTekk húsgögn