Færslan er ekki kostuð 

Við á Sprey hárstofu fengum að prófa sléttunarbrustan DAFNI um daginn en hann er væntanlegur hingað til landsins.

photo

DAFNI-hair-brush

Við hálfpartinn hlógum bara þegar við fengum hann í hendurnar. Sléttujárnið hefur alltaf endað í fyrsta sæti af öllum tækjum og fólk reynir samt sem áður sífellt að toppa það, svo við vorum áhugasamar að sjá niðurstöður.

Við ákvaðum að prófa þetta á viðskiptavini okkar og við misstum andlitið þegar við sáum árangurinn.

HANN VIRKAR!

DAFNI sléttunar burstinn virkar og það ótrúlega vel! Það sem hann gerir er að hann hitnar upp i 185°C sem er fullkomin hiti fyrir hárið sem er ekki að fara að brenna það eða ofhita.
Þú skiptir hárinu í lokka og heldur hárinu strekktu á meðan þú burstar í gegnum lokkinn.
Þetta tekur enga stund og ég segi það aftur … þetta virkar!

b311b12c617bacac4b0610cdebf7d458

Munurinn á sléttujárni og DAFNI burstanum :

Sléttujárn:

  • Taka lengri tima
  • Hafa oft hitastilli takka og þar með auðvelt að brenna og skemma hárið ef stillt er of hátt eða of lágt – 180-195°C er fullkomin hiti
  • Sum sléttujárn rífa í hárið og slíta það
  • Sléttujárn ná hárinu aðeins léttara og endarnir verða sléttari

DAFNI:

  • Fullkomið hitastig svo ekki er hægt að eyðileggja hárið – 185°C
  • Rífur ekkert í hárið
  • Endarnnir nást ekki alveg sléttir
  • Hentar þeim sem vilja ekki hárið alveg rennislétt

Ég mæli með DAFNI – hér getið þið séð kynningarmyndbönd: 

 

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa