Nú er komið að Secret Solstice hátíðinni um helgina. Ég er að fara í fyrsta sinn og er vægast sagt brjálæðislega spennt fyrir þessu! Ef það er einhver stund eða staður til að setja á sig glimmer, bláan varalit og vera ,,extra“, þá er það fyrir Solstice.

Ein besta leiðin fyrir mig til að nálgast innblástur fyrir förðun, hár og fatnað er að skoða t.d. hver tískan var á Coachella í ár. Pinterest er góður vettvangur til að skoða myndir sem veita innblástur.

Það sem stóð mest upp úr fannst mér vera litir, glimmer, fléttur í hár og 70´s bóhem stíll í bland við pönkara lúkkið.

Hér koma nokkrar myndir sem veita mér innblástur:

Förðun

Besti tíminn til að spreyta sig á öðruvísi förðun, ýktri förðun og að prófa eitthvað nýtt. Förðunin getur verið áhrifarík þótt að það sé ekki mikið. Örlítið glimmer á kinnbein og innst við augnkrók er t.d. mjög fallegt og áhrifaríkt.

Hár

Það sem stóð mest upp úr með hártískuna á Coachella var látlaust hár og oft með fléttur, t.d. fiskifléttur og jafnvel skart eða glimmer í fléttunum.

Fatnaður

Það er kanski ekki 30°c hiti hér á Íslandi, en við getum ekki látið veðrið stoppa okkur. Í svona ófyrirsjáanlegu veðri getur verið sniðugt að vera í nokkrum lögum af fatnaði og jafnvel hafa lítinn bakpoka með sér til að taka af sér.

Lykilatriðið er að skemmta sér, leyfa innri ,,einhyrningnum“ að sleppa sér og gera það sem gerir okkur hamingjusöm.

Ást og friður og góða skemmtun,

Kristín Einars

Kristín Einars er 26 ára förðunarfræðingur og móðir. Hún lærir myndlist í Listaháskóla Íslands, en hefur unnið sem freelance förðunarfræðingur frá árinu 2013, ásamt því að hafa starfað við að kynna snyrtivörur.
Kristín skrifar um sín helstu áhugamál sem eru förðun, hönnun, eldamennska, uppeldi og jóga.

Instagram @kristineinarsmua – Daglegt líf
@kristineinarsmakeup – Allt sem tengist förðun
Facebook.com/makeupbykristineinars