Tískuheimurinn á langa sögu að rekja með litnum „rose gold,“ eða rósgylltur, en það er litur sem gefur til kynna lúxus og tísku. Hann er ekki eins áberandi og gull en hann er alltaf þarna nálægt.

Hann kemur og fer út tísku og á síðustu árum komst hann aftur inn, en flestir eru að elska hann.

Rósgylltur er einn fallegasti litur sem ég veit um en hann er bæði hlýr og mjúkur.
Liturinn hefur verið vinsæll í á raftækjum, heimilishlutum, förðunarvörum og nú orðin mjög vinsæll sem hárlitur.

Hlýjir og mjúkir tónar hafa verið vinsælir og eru margir að koma núna í smá breytingu fyrir vorið. Við erum að sjá mikið af bleikum, hunangs og rauðum tónum núna og er rósgylltur einnig að verða vinsæll hérlendis sem hárlitur.

Það er gott að vera með ljóst hár ef þú ert að leita eftir þessu bjartari tónum. Rósgylltur er litur sem er ótrulega fallegur og fer lang flestum, sléttir upp húðina og gefur þér ákveðin ljóma.

Margir eru smeikir við að fá hlýjan tón í hárið og sérstaklega núna þar sem tískar hefur verið út í grátt og hvítt. Hlýr tónn er alls ekki slæmur.

Munurinn er sá að þegar grár tónn er settur í hár þá þýðir það að grár tónn fellur yfir andlitið líka. Sumir verða fölari og litlausari. Einnig er mikil vinna að viðhalda slíkum lit í hárinu.

Rose Gold eða hlýrri tónar koma með meiri birtu með sér. Rose gold er mjúkur litur og er á milli þess að vera bleikur og rauður en hann er einnig með smá bláma eða fjólubláan í sér sem nær að jafna litin vel út í andlitinu og virðist húðin oft sléttari en ef settur er kaldur tónn í hárið.

Hér fyrir ofan eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir og tónar af þessum fallegar lit.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa