Færslan er ekki kostuð

Eftir að ég eignaðist barnið mitt urðu neglurnar mínar þunnar, þurrar og brothættar. Ég tek vítamín sem hjálpar klárlega við vöxt á nöglum en hef ekki enn fundið vítamín sem styrkir neglurnar, þau hafa allavega ekki virkað nógu vel á mig.

Áður fyrr var ég oft með gel- og akrýl neglur en þær skildu mínar neglur eftir viðkvæmari, svo að ég hætti því alveg. Nota bene þá hefur það ekkert að segja um naglafræðingana sem ég fór til á þeim tíma heldur hentuðu þessi efni mínum nöglum engan veginn.

Ég gafst alveg upp á gervinöglum og sætti mig við mínar stuttu og þunnu neglur þar til ég heyrði af resin nöglum.

Resin neglur eftir Söndru á mínum nöglum.

Náttúrulegar og fallegar neglur

Ég fór til Söndru í resin neglur og var ekkert smá ánægð með útkomuna. Neglurnar voru náttúrulegar, alls ekki klumpalegar heldur mjög fallegar og faglega gerðar. Svo þegar kom fyrir að ein nögl brotnaði eða datt af, þá rifnaði ekki nöglin undir með, eins og hefur komið fyrir mig áður með önnur efni. Ég ætla að sýna ykkur viðtalið sem ég tók við Söndru.

Neglur Sandra

Sandra er 27 ára líffræðingur sem starfar hjá Keldum. Eitt af hennar helstu áhugamálum er að gera neglur og hún er að útskrifast frá naglaskóla á komandi vikum.

Hvernig byrjaði áhuginn á nöglum?

Ég hef alltaf haft gaman af því að skreyta neglur og ákvað svo loksins í fyrra að fara í naglaskóla. Sjálf er ég með þunnar neglur sem brotna og klofna auðveldlega svo ég hef alltaf þurft einhverskonar vörn á neglurnar sérstaklega því ég vinn mikið með hendurnar í vatni.

Hvers vegna resin?

Resin hljómaði vel því ég hef aldrei haft neinn áhuga á akrýl né geli því að neglurnar mínar eru viðkvæmar fyrir.

Hvað er resin?

Resin er notað með ,,Bulding Powder“ dufti til að byggja upp nöglina og að lokur spreyjað yfir með efni sem að herðir resinið. Naglaböndunum er ýtt upp á við en ekki klippt.  Þessi aðferð veldur engum óþægindum, enginn hiti er notaður, enginn UV lampi og nöglin undir er ekki þjöluð niður. Resin neglur eru mjög léttar og tilfinningin er nánast eins og það séu ekki gervineglur á nöglunum, fyrir utan lengd. Mælt er með að fara í lagfæringu eftir 3-4 vikur.

Eyðileggjast neglurnar ekki undan efninu?

Nei, vegna þess að það er ekki þjalað ofan af náttúrulegu nöglunum og resinið rífur þær ekki með ef þær brotna af.

Fyrir hvern er resin?

Resin hentar öllum en er alveg sérstaklega gott fyrir þær sem eru með þunnar og viðkvæmar neglur því það er hægt að styrkja þær með efninu án þess að skaða þær.

Sandra býður lesendum Pigment.is tilboð á resin nöglum sem gildir til 4. maí næstkomandi, en þær fá settið á 4.000 krónur!

Hún tekur við bókunum í gegnum netfang neglursandra@gmail.com  eða á facebook síðu sinni https://www.facebook.com/neglursandra/

Einnig er hún með instagram síðu fyrir þær sem vilja fylgja henni @neglursandra

Ást og friður,

Kristín Einars

Kristín Einars er 26 ára förðunarfræðingur og móðir. Hún lærir myndlist í Listaháskóla Íslands, en hefur unnið sem freelance förðunarfræðingur frá árinu 2013, ásamt því að hafa starfað við að kynna snyrtivörur.
Kristín skrifar um sín helstu áhugamál sem eru förðun, hönnun, eldamennska, uppeldi og jóga.

Instagram @kristineinarsmua – Daglegt líf
@kristineinarsmakeup – Allt sem tengist förðun
Facebook.com/makeupbykristineinars