Eins og í svo mörgu þá breytist naglatískan mikið milli árstíða. Með lækkandi sól förum við gjarnan að klæðast dekkri fötum og það sama á við um neglurnar. Um þessar mundir eru dökkir jarðlitir mikið ríkjandi ásamt glærum og ljósum náttúrulegum tónum.

Þau lögun eða form nagla sem verða vinsælust í haust og vetur eru klárlega möndlulaga lögun og svokölluð ballerínu lögun en svo er að sjálfsögðu misjafnt hvaða lögun fer hverjum naglastæðum og fingrum.

Einfalt skraut

Þegar kemur að skrauti er það alltaf að verða einfaldara, demantar og límmiðar fá að víkja fyrir glimmeri og fallegum sanseringum.

Myndirnar hér fyrir ofan voru flestar af nöglum sem ég hef gert undanfarið, en nokkar myndir fegnar af pinterest. Ef þið viljið sjá fleiri neglur eftir mig er ég með instagram aðgang undir nafninu @gelneglurmauria

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!