Vörur í færslunni fékk greinahöfundur að gjöf

Ég hef hingað til ekki farið leynt með það hversu mikið ég elska OPI naglalökkin og það gleður mig alltaf jafn mikið þegar nýjar litir koma frá þeim. Núna í maí kom frá þeim sumarlínan California dreaming sem inniheldur 12 nýja liti, hver öðrum flottari. Ég fékk 4 liti úr línunni til að prufa og er svo sátt með þá.

Litirnir fjórir sem ég fékk

Liturinn Don’t take Yosemite for Granite. Sjúklega flott metal sansering í honum!

Liturinn Sweet Caramel Sunday, svo fallegur koparlitur.

Liturinn Feeling Frisco, þessi er í miklu uppáhaldi. Ég elska svona nude tóna og finnst hann passa við öll outfit og öll tilefni.

Liturinn Santa Monica Beach Peach. Vá hvað þessi litur er að fara fylgja mér á Secret Solstice og þjóðhátið, ekta sumarlitur!

Línan í heild sinni, en innblásturinn kom frá ströndum Californiu ríkisins.

Það sem ég pæli mest í þegar ég kaupi mér naglalökk fyrir utan litinn að sjálfsögðu er það hvort að lakkið haldist lengi á, hvort burstinn sé þægilegur í notkun og hvort lökkinn þeki vel en OPI lökkinn standast allar þær kröfur og meira til. Ég mæli líka hiklaust með því að nota topcoat yfir til að lengja endingu lakksins.

OPI naglalökkinn fást meðal annars í verslunum Hagkaups og helstu apótekum.

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!