Það hefur lengi verið draumur hjá mér að fara í naglasnyrtingu á stofunni LAQUE NAILBAR en sú stofa er staðsett bæði í Beverly Hills og Hollywood. Það sem heillar mig svo við stofuna er hvað hún er ótrúlega flott stíliseruð, nánast eins og að ganga inní höll að koma þangað. Það er einnig stór plús hvað þægindi kúnnans skipta þau miklu máli, en allir viðskiptavinir sitja í flottum hægindastólum meðan snyrtingin fer fram.


En það er ekki bara stofan sem lítur ótrúlega vel út heldur eru naglafræðingarnir sem starfa á stofunni algjörir listamenn. Allt sem þær gera er fyrsta flokks og mikið af nöglunum sem ég hef séð frá þeim eru algjör listaverk.


Ég mæli hiklaust með að ef þið eigið ferð um Los Angeles að kíkja í neglur á Laque Nail Bar.
Þið finnið stofuna á Instagram og Snapchat undir @laquenailbar

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!