Ég verð bara að segja ykkur frá OPI lakkinu sem ég fékk í gjöf á dögunum.
Ég vinn við það að klippa og lita hár og er því mikið undir vatni sem gerir það að verkum að neglurnar mínar sem eru mjög fíngerðar og linar brotna niður. Af og til dett ég í að fá mér gervineglur sem er þægileg lausn en annars lakka ég alltaf á mér neglurnar til þess að halda þeim sterkum og fallegum. Það gerir svo mikið að vera með fallegar neglur.

14017728_10157440531240372_1510300024_n

Um daginn var ég að lakka á mér neglurnar og prófaði að setja Plumping Top Coat yfir litinn. Lakkið þornaði mjög hratt sem er mikill kostur, við konur erum svo oft með mörg verkefni i einu að stundum fer lakkið alveg í köku og við þurfum að byrja upp á nýtt.
Svo er lakkið mun glansmeira en önnur yfirlökk sem ég hef prufað og þykkara, sem virkar eins og gel lakk.
Hef núna verið með lakkið í nokkra daga og enþá er það glasandi fínt og neglurnar mínar í góðu standi. Ég mun alltaf lakka mig með Plumping top coat framvegis.

Ég notaði litin “ MIDNIGHT IN MOSCOW“ og svo PLUMPING TOP COAT yfir

O.P.I hefur verið til siðan 1981 og eru þau þekkt fyrir falleg og vönduð naglalökk sem hægt er að nálgast nánast hvar sem er í heiminum. Þau eru þekkt fyrir að koma með mismunandi collecton og eru einnig eru hvert og eitt naglalakk með sitt eigið nafn sem eru mjög skemmtileg.

14012208_10157440525030372_995300320_n Ég mæli með lakkinu frá O.P.I Plumping Top Coat fyrir alla og sértaklega þær sem eru með viðkvæmar neglur.

KATRÍN SIF

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa