Krómaðar neglur eru sennilega flottasta naglatrend sem ég hef orðið vitni af! Það er svolítið síðan ég byrjaði að sjá krómaðar neglur á Instagram en aldrei fann ég neitt lakk sem gerði neglurnar eins og mig langaði til – þangað til nýlega! En Magnetic er hollenskt naglamerki sem framleiðir gel og efni fyrir gelneglur. Þeir settu á markað nýlega shimmer duft sem nuddað er ofaná gel til þess að fá þetta krómaða lúkk. Ég er alveg hreint ástfangin af þessari aðferð. Ég er búin að vera tryllast úr spenningi og fjárfesti í þessu efni um leið og þetta lenti á landinu. Mér finnst alltaf svo gaman þegar það koma nýjungar í naglatrendunum, það gerir vinnunna mína fjölbreyttari.

Screen Shot 2016-07-20 at 00.23.48

Þessar neglur gerði ég í gær, en ég notaði svartan lit undir og setti krómið svo ofaná. En það skemmtilega við krómið er að það er breytilegt eftir því hvaða litur er hafður undir, td hef ég sett krómið yfir appelsínugulan lit og útkoman var rósargyllt króm.

Ég gat ekki annað en að skella mér á krómaðar neglur og hér er útkoman

image

Fleiri Króm-inspo koma hér fyrir neðan

Screen Shot 2016-07-19 at 22.07.38 Screen Shot 2016-07-19 at 22.06.52 Screen Shot 2016-07-19 at 22.06.00 Screen Shot 2016-07-19 at 22.03.54 Screen Shot 2016-07-19 at 22.03.24 Screen Shot 2016-07-19 at 22.02.07

Ég vona svo innilega að krómaðar neglur séu komnar til að vera því ég held að það sé langt í að ég muni fá leið á þeim.
Ef þið viljið fylgjast með nöglum sem ég geri er Instagramið @gelneglurmaria

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!

Deila
Fyrri greinBIOEFFECT HÚÐVÖRUR
Næsta greinSKINBOSS