Það allra vinsælasta í brúðarförðun er náttúruleg og tímalaus förðun. En til þess að förðunin nái að njóta sín er lykilatriði að hafa grunninn eins vel undirbúinn og mögulegt er.

Eftir 5 ára reynslu af brúðarförðun hef ég prófað ýmsar aðferðir til að gera húðina eins lýtalausa og hægt er, og hér ætla ég að deila með ykkur mín helstu ráð fyrir undirbúning húðarinnar. En auðvitað á þetta líka við förðun yfirhöfuð.

Val á förðunarfræðingi

Áður en ég fer dýpra inn í húð umræðuna. Ég mæli með því að vanda valið á förðunarfræðingnum með því að t.d. að skoða myndir af förðun eftir viðkomandi og sjá þannig hvort að stíll förðunarfræðingsins henti eigin hugmyndum. Gott er að bóka tímanlega og helst prufuförðun líka en það er góð leið til að sjá hvað virkar fyrir þig.

Maskar

Lykilatriði að fallegri förðun er húðin. Förðunin í heild sinni mun líta mikið betur út ef að húðin er upp á sitt besta.

  • Raki er númer 1, 2 og 3. Góður raki í húð gerir farðanum kleift að blandast betur við húðina. Það er ekkert jafn leiðinlegt að bera farða á húð sem að festist svo í þurrkublettum. Hvort sem húðin er þurr, venjuleg eða feit myndi ég alls ekki sleppa rakamaskanum.
  • Olíukennd húð þarf kanski ekki að nota rakamaska nema 1x í viku á meðan þurr húð þyrfti líklega að nota hann 2-3x í viku.

Rakamaskar sem ég mæli með; Drink Up Overnight frá Origins, Hydra-Masque frá Embryolisse, Moisture Surge Overnight Mask frá Clinique (olíulaus).

  • Eitt það besta sem ég veit um til að ,,draga saman” svitaholur og slétta úr fínum línum er ,,peel-off” Gravity Mud maskinn frá Glamglow. Maskinn gerir það að verkum að andlitið fær örlítið boost í lyftingu og stinningu. Til að nýta hann til fullstu er gott að hafa hann á húðinni í 30 mín áður en förðunin á sér stað.
  • Augnmaskar geta hjálpað mikið við að fríska upp á baugana og draga úr þrota og dökkum baugum. Það þarf ekki að nota þá oft, en ég nota þá yfirleitt í brúðarförðuninni sjálfri.
  • Með allar nýjar snyrtivörur er gott að vera búin að prófa þær a.m.k. 2 vikum fyrir brúðkaup til að fylgjast með viðbrögðum húðarinnar.

Snyrtimeðferðir

  • Passið uppá það að fara ekki í húðhreinsun korter í brúðkaup því húðin gæti farið að losa út óhreinindi og nokkrar nýjar bólur myndast. Gott er að hafa í huga að fara í húðhreinsun í minnsta lagi tveimur vikum fyrir brúðkaup.
  • Litun og plokkun/vax er líka eitthvað sem má gera passlega tímanlega fyrir brúðkaup.
  • Brúnkumeðferðir/brúnkukrem skal varast að gera rétt fyrir brúðkaup. Eins og með hinar meðferðirnar er best að gera þetta 1-2 vikum eða einhverjum dögum fyrir brúðkaup (fer allt eftir hvers konar brúnka það er).

Fyrir utan þessi lykilatriði er auðvitað nauðsynlegt að hugsa vel um húðina daglega; alltaf að taka allan farða af eftir daginn, nota gott rakakrem og augnkrem, borða hollt, hreyfa sig og drekka nóg af vatni.

Smá innblástur af pinterest hér fyrir neðan :)

Ást og friður,

Kristín Einars

Kristín Einars er 26 ára förðunarfræðingur og móðir. Hún lærir myndlist í Listaháskóla Íslands, en hefur unnið sem freelance förðunarfræðingur frá árinu 2013, ásamt því að hafa starfað við að kynna snyrtivörur.
Kristín skrifar um sín helstu áhugamál sem eru förðun, hönnun, eldamennska, uppeldi og jóga.

Instagram @kristineinarsmua – Daglegt líf
@kristineinarsmakeup – Allt sem tengist förðun
Facebook.com/makeupbykristineinars