Færslan er unnin í samstarfi við Lancôme á Íslandi og vörurnar voru gjöf

Eins og þið hafið mögulega tekið eftir þá er ég algjör húðumhirðu- og maskafíkill og elska þegar nýjir maskar gera vart við sig á markaðnum. Þess vegna er ég ótrúlega spennt yfir nýjustu viðbótum Énergie de Vie línunnar frá Lancôme sem inniheldur tvo maska og augnkrem til þess að undirbúa húðina vel fyrir komandi átök.

Maskatvenna sem tekur húðina í gegn

Ég er ótrúlega hrifin af þessari maskatvennu, en annars vegar er um að ræða The Illuminating & Purifying Exfoliating Mask með grófum kornum sem fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur af yfirborði húðar og veitir góða djúphreinsun. Ég lét maskann virka á húðinni í einungis 5 mínútur og nuddaði hann svo af með vatni og hringlaga hreyfingum til að ná sem mestri slípun á húðina. Því næst setti ég á mig með sléttum bursta The Purifying & Refining Clay Mask. Sá maski er grænn og mjúkur en formúlan og liturinn minnir ótrúlega mikið á Wonder Mud maskann fræga frá Biotherm. Það er einnig alveg nóg að leyfa honum að vera á húðinni í um 3-5 mínútur og hreinsa hann svo af. Hann sogar óhreinindi upp úr húðinni á áhrifaríkan hátt, slípar húðina enn betur og veitir fallegan ljóma.

Ég myndi segja að þetta sé geggjuð „go to“ maskatvenna áður en farið er út á lífið, en það er ótrúlega fljótlegt og þægilegt að nota þá saman! Þar sem að undirrituð er einstaklega óþolinmóð hentar það mér mjög vel. Ég gef möskunum mína bestu einkunn en það eina sem ég myndi breyta er að hafa þá í túbu, en ég er einhvern veginn orðin hrifnari af því að maskar og krem séu í þannig umbúðum.

Þrotabani fyrir augnsvæðið

Þetta augnkrem (The Illuminating & Anti-Fatigue Cooling Eye Gel) er „something else!“ Það inniheldur góða blöndu af koffeini og andoxunarefnum sem ásamt kælikúlunum á endanum draga verulega úr þrota og baugum á augnsvæðinu. Ég veit orðið fátt betra en að byrja á þessari snilld á morgnana eða nudda augnsvæðið með því eftir erfiða daga! Augnkremið kælir, frískar og veitir virkilega góða tilfinningu. Ég er svo oftast frekar þurr á augnsvæðinu svo það skemmir ekki hvað kremið veitir góðan raka.

Vörurnar frá Lancôme fást í flestum verslunum Hagkaups ásamt völdum apótekum. 

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is