Færslan er ekki kostuð – stjörnumerktar vörur hafa verið fengnar að gjöf í gegnum tíðina 

Þið hafið eflaust orðið vitni af því í á þeim tíma sem þið hafið fylgt mér að ég hef tönnlast mikið á mikilvægi húðumhirðu og farðahreinsunar.

Það er mikilvægt að húðhreinsun sé tekin á undan í tveggja skrefa hreinsun (farða- og yfirborðshreinsun) til þess að ná ábyggilega öllum óhreinindum upp úr húðinni og til þess að öll krem sem við setjum á eftir á þjóni sínum tilgangi. Ástæðan fyrir þessum tveimur skrefum er að ná farðanum af yfirborðinu áður en við förum í að yfirborðshreinsa húðina, rétt eins og við förum úr fötunum áður en við förum í sturtu.

Uppáhalds farðahreinsarnir

Hér á eftir ætla ég að fara yfir mína uppáhalds farðahreinsa í gegnum tíðina og í augnablikinu til að gefa ykkur frekari hugmyndir.

  1. Micellar vatnið frá Embryolisse er eitt af mínum allra uppáhalds. Það fjarlægir allan farða á áhrifaríkan hátt af húð, vörum og augum án ertingar og skilur ekki eftir sig neina slikju. Fæst hér
  2. Annað micellar vatnið sem ég ætla að nefna í þessari færslu er frá Skyn Iceland*. Það er nýjung frá merkinu en líkt og vatnið frá Embryolisse fjarlægir það allan farða. Mér finnst það sérstaklega gott á erfiða maskara og það hreinsar einnig annan farða rosalega vel af. Pumpan er rosalega stór kostur þar sem að maður þarf einungis að setja bómull yfir og ýta niður til þess að fá vöruna upp, sem minnkar sóðaskap og vörusóun. Fæst með annars hér
  3. Ég er ástfangin af hreinsiolíum, en mér finnst sérstaklega gott að nota þær í sturtu eða ef ég er að flýta mér. Soothing Cleansing Oil frá BOBBI BROWN hefur verið ein af mínum uppáhalds í mörg ár. Maður pumpar einfaldlega í lófann og nuddar á andlitið, en það er bæði hægt að hreinsa olíuna og farðaleifarnar af með þvottapoka og undir sturtunni. Fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf&Heilsu Kringlunni 
  4. The Cleansing Oil frá La Mer* er einnig í uppáhaldi, enda lúxusvara og dásamlegt að nota hana. Hún ertir nákvæmlega ekkert og inniheldur rosalega milda lykt sem mér finnst mikill kostur. Hún skilur húðina eftir silkimjúika og hreina. Fæst í Lyf&Heilsu Kringlunni og Sigurboganum
  5. Bioderma micellar vatnið hefur farið sigurför um heiminn og ekki af ástæðulausu. Ég mæli með því að þið prófið það þegar þið farið erlendis en það er frábært fyrir viðkvæma húð og til að fjarlægja allt af andlitinu.
  6. Biotherm Total Renew Balm hreinsirinn er algjör snilld, en hann kemur í smyrsl formi og umbreytist í olíu þegar honum er nuddað yfir húðina. Maður þarf pínulítið magn af honum og svo er frábært að þrífa af með þvottapoka, en allur farði bráðnar af með honum. Fæst í verslunum Hagkaups og apótekum

Gleðilega hreinsun!

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is