Færslan er unnin í samstarfi við Biotherm á Íslandi

Ég hef lengi heillast af vörunum frá Biotherm, ég hef notað þær mikið frá því ég var unglingur og hef enn ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ég var því virkilega spennt að prufa Skin Oxygen línunna frá þeim, en á dögunum fékk ég að gjöf Strengthening Concentrate Serum og Cooling Gel dagkremið.

Serumið er stútfullt af andoxunarefnum sem verja húðina fyrir umhverfisáhrifum. Serumið inniheldur Chlorella þörunga sem styrkja húðina og gefa henni orku.
Ég ber serumið á hreina húðina áður en dagkremið er borið á. Ég finn strax hvað það kælir og nærir hana vel.

Í kjölfari af seruminu er notað Skin Oxygen Cooling Gel en það er bæði hægt að nota sem dag- og næturkrem. Kremið, sem er í raun létt gel er einstaklega nærandi og undirbýr húðina vel fyrir daginn. Cooling gelið er alveg olíulaust svo það hentar öllum húðtegundum. Mér finnst þessi tvenna, serumið og gelið tilvalið sem grunnur undir farða til dæmis.

Eftir einungis viku notkun af Skin Oxygen línunni áttu að geta tekið eftir sjánlegum mun á sléttari húð, jafnari húðlit og meira geislandi húð.

Báðar vörurnar eru strax farnar að skipa stóran sess í kvöld og morgunrútínunni minni og er klárt mál að ég fjárfesti í andlitshreinsunum í sömu línu.
Skin Oxygen línan ásamt öðrum vörum frá Biotherm er fáanleg í völdum verslunum Hagkaupa og apótekum.

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!