Um daginn eignaðist ég dásamlegt líkamskrem og líkamskrúbb frá The Body Shop sem ég fékk að gjöf og mig langar að mæla með. Vörurnar eru fullkomin tvenna til að hugsa vel um húðina bæði á sumrin og á veturna. Ef þið eruð með þurra húð eins og ég á veturna og húðin gjörsamlega kallar á raka að þá er þetta málið því þær hafa hjálpað mér að viðhalda góðum raka í vetur því vörurnar eru stútfullar af góðum olíum og skilja húðina eftir silkimjúka. Mæli mikið með!

LÍKAMSKREMIÐ

HAWAIIAN KUKUI CREAM er dásamlega nærandi krem sem skilur húðina eftir mjúka, slétta og nærða. Nærandi kukui olía er lykil innihaldsefnið en hún hefur verið notuð í margar aldir af konum á eyjum Hawaii til þess að næra húðina. Einnig inniheldur kremið Community Trade shea og cocoa butter frá Ghana. Kremið má nota á allan líkamann en gott getur verið að hita það upp með því að nudda lófunum saman áður en varan er borin á líkamann.

Ég veit ekkert betra en að bera á mig gott líkamskrem eftir sturtu- eða baðferðir og dekra við húðina. Ég er að segja ykkur að kremið er svo vel lyktandi að mig langar að baða mig upp úr því.

LÍKAMSKRÚBBURINN

BRAZILIAN CUPUAÇU SCRUB-IN-OIL er mjög mýkjandi skrúbbur sem skilur húðina eftir silkimjúka og vel ilmandi. Salt kristallar sjá um að skrúbba húðina á meðan cupuaçu butter og Community Trade soja olía sjá um að gefa húðinni dásamlegan raka. Ég ber vöruna á mig með hringlaga hreyfingum og það sem er frábært við hann er hvað hægt er að stjórna miklu magni af skrúbbi þú vilt. Ef þið viljið mýkjandi skrúbb að þá er hægt að setja meira magn af olíu og minna magn af salt kristöllunum og öfugt ef þú vilt slípa vel húðina og fá kröftugan skrúbb. Mér finnst þessi skrúbbur frábært því hann nær allri dauðri húð af og hef því mikið notað hann til að ná af gömlu brúnkukremi. Algjör snilld!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.