Hverjum hefur ekki langað að prufa að nudda kaffi á allan líkamann? Tjah, mér datt það allavega aldrei í hug fyrr en ég sá það á samfélagsmiðlum.

Samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif og eftir að hafa séð marga nota Skinboss kaffiskrúbbinn þá langaði mig að prufa. Ég týmdi hins vegar ekki að kaupa mér rándýran skrúbb ef ég kemst svo að því að ég fýla þetta ekki. Svo ég tók til minna ráða og bjó til heimatilbúinn skrúbb.

Skrúbburinn er alveg náttúrulegur og inniheldur kaffikorg, sykur og ólífuolíu. Ég keypti litla sæta krukku í Ikea til að geyma skrúbbinn í svo ég þurfi ekki að blanda þetta í hvert skipti sem mig langar að skrúbba mig. Ég byrjaði á því að setja kaffikorginn í skál en kaffið á að minnka appelsínuhúð.
Svo bætti ég sykrinum við. Það er hægt að nota salt eða sykur í skrúbbinn en sykur varð fyrir valinu núna. Þetta skref er mikilvægt til að gera skrúbbinn grófann.
Svo bætti ég nokkrum dropum af ólífuolíu við en ólífuolían gerir húðina silkimjúka.
Þegar búið er að hræra öllu vel saman þá er skrúbburinn tilbúinn til notkunar.

Takk fyrir að lesa x

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.