Ég hef ekki farið leynt með ást mína á Lancôme húðvörum en þær skipa stóran sess í húðumhirðunni hjá mér. Nýlega fékk ég Bi-Facil augfarðahreinsinn að gjöf til að prufa.

Notkun

Augnfarðahreinsirinn er tvískiptur svo það þarf að hrista hann fyrir notkun. Hreinsirinn er mjög drýgur svo það þarf ekki nema nokkra dropa í bómul. Bi-Facil er vara sem hentar öllum! Sama hvort um ræðir einstakling með linsur eða með viðkvæm augu. Hreinsirinn nær öllum augnfarða og vatnsheldum líka án þess að skilja neinar leifar eftir og húðin verður silkimjúk og fín eftir á

Bi-Facil hreinsirinn stenst allar mínar kröfur og er strax kominn í mikið uppáhald. Ég lendi í því með marga augfarðahreinsa að ég verð rauð á augsvæðinu og tárast eftir notkun en ég hef aldrei lent í því með Bi-Facil augnfarðahreinsinn. Svo Bi-Facil fær mín bestu meðmæli.

 Bi-Facil augnfarðahreinsirinn fæst í verslunum Hagkaups og völdum apótekum

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!