Þegar kemur að því að farða sig fyrir daginn þá er margt sem skiptir máli án þess að við séum kannski að fatta það. Ég fékk um daginn pakka frá Elite snyrtivörumerkinu en í þeim pakka var augnskuggabursti, trefja þvottapoki, beautyblender, svampur og spegill. Ég elska hvað allar vörunar eru fallega bleikar.

PROFESSIONAL EYESHADOW BRUSH

Augnskuggaburstinn frá  Elite er minn uppáhalds núna, einfaldleiki er eitthvað sem ég elska og þessi bursti er að ná öllu því sem ég vil ná. Hárin á honum eru ekki jöfn sem geir það að verkum að ég næ að þekja og skyggja með honum svo eru hárin ótrúlega mjúk.

EGG SPONGE

Bautyblenderinn þekkjum við allar en fyrir ykkur sem hafið ekki prófað þá mæli ég með „Egg Sponge“ frá Elite. Mér finnst mjög gott að bera meikið á mig fyrst með bursta og fara svo með svampin yfir allt til þess að ná jafnari og fallegri áferð á húðina. Hægt er að nota hann  til þess að bera á bæði krem og farða.

EASY DÉMAQ  – Bye Bye Panda Eyes

Trefjaklútar hafa verið vinsælir en þessi farðahreinsi klútur er æðislega góður til þess að taka farðan af og hann skúbbar húðina létt í leiðinni. Húðin verður ekki bara hrein heldur eins og ný. Allar dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi farin. Ég hef notaði hreinsimjólk með en þeir segja að það sé óþarfi að nota hreinsimjólk eða önnur hreinsiefni með því það eina sem þarf er að bleita hann. Þessi hreinsiklútur hefur sparað mér mikinn tíma sem ég er mjög ánægð með.

KONJAC SVAMPURINN – Elite Spa

Svo er það Konjac svampurinn en hann er nýjung sem ég hef ekki séð áður. Konjac svampurinn inniheldur 100% nátturulegar trefjar úr plöntum frá Asíu. Svampurinn tekur tillit til PH gildis húðarinnar og ilmar eins og rósir.

Ég lagði hann í bleyti eins og sagt var og eftir að ég hreinsaði andlitið notaði ég Konjak svampinn yfir allt andlitið en hann tekur einnig dauðar húðfrumur og húðin varð silkumjúk eftir þetta. Gott er að nota svampinn áður en maski er settur á. Hægt er að nota svampinn aftur og aftur. Hann er bleittur og leyft að þorna sjálfum.
Ég fann mig ekki alveg með þessum svampi, ég er mun hrifnari af hreinsiklútnum en þessi svampur er svona extra dekur fyrir húðina.

LIGHT MIRROR

Síðast á listanum er spegilinn frá Elite , vá ég er svo hrifin af honum. Hann er með sogskálar að aftan svo hann festist vel við spegilinn inná baði hjá mér. Spegilinn er stækkaður 5x og með led lýsingu svo þú sért allt!
Ég elska þennan spegil, birtan er ótrúlega góð og ég næ til dæmis að setja eyeliner betur á mig og hreinsa andlitið mun betur.
Ég dýrka spegilinn frá Elite!

Elite vörurnar fást í verslunum Hagkaups.

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa