Ég verð að segja ykkur frá nýjustu snilldinni sem ég prófaði í háreyðingu sem er nýkomin til Íslands.

Slæm reynsla af vaxmeðferðum

Yfir árin hef ég oftast bara rakað mig allsstaðar eða plokkað þar sem að ég hef ekkert sérlega góða reynslu af vaxi. Ég er ein af þeim sem er með gróf hár og hef verið að fá mikið af inngrónum hárum og útbrotum eftir vax, eins skemmtilega og það hljómar. Sama hvaða krem ég notaði og hvað ég skrúbbaði mikið þá var ég nánast alltaf jafn slæm svo ég ákvað að henda vax-hugmyndinni út um gluggann og treysta á heilagan Venus.

Sugaring

Þegar hún Adda mín á snyrtistofunni Cosy bauð mér að koma og prófa nýja háreyðingarmeðferð hjá sér sem héti sugaring þá var ég mjög tvístígandi þar sem að ég sá fyrir mér að ég yrði öll út í útbrotum og lýsti þeim áhyggjum fyrir henni. Hún sannfærði mig um að inngróin hár yrðu lítil sem engin eftir meðferðina og að hún væri mun náttúrulegri og mildari á húðina en vaxið ákvað ég að slá til og skella mér. Ég þarf varla að taka fram hvað ég treysti Öddu mikið en alltaf þegar ég þarf að leita til snyrtifræðings fer ég til hennar.

Meðferðin

Sykurblandan sem er notuð er úr sykri, vatni og sítrónusafa en hana er bæði hægt að nota eina og sér og með strimlum. Það þarf varla að taka fram að þetta er allt saman 100% náttúrulegt og vegan-vænt. Adda prófaði báða kostina á mér en kosturinn við þegar blandan er notuð ein og sér er hvað einn skammtur endist ótrúlega mikið! Ég get einungis lýst þessu sem „sykurmassa“ sem er dreift yfir lítið svæði í einu og togar hárin upp.

Sykurinn er MUN sársaukaminni en vaxið og ég ætlaði í raun ekki að trúa hvað þetta væri lítið vont þrátt fyrir að vera búin að raka mig lengi. Ástæðan fyrir litlum óþægindum er að sykurinn límir sig ekki við húðina líkt og vaxið. Meðferðin er einnig frábær til að losna við dauðar húðfrumur og húðin verður silkimjúk eftir á. Sykurinn smýgur inn í hárrótina og smyr hana svo að allt verður mýkra og fer auðveldlega af. Hárin þurfa einnig ekki að vera mjög löng svo að blandan nái gripi.

Hvernig entist árangurinn?

Eins og áður sagði var húðin alveg silkimjúk eftir meðferðina! Hárin fóru nánast öll (erfitt er að ná þeim í fyrsta skipti eftir langt raksturstímabil þar sem að hárin eru mislöng, en árangurinn er betri en eftir vaxmeðferðir sem ég hef farið í). Ég fékk ENGIN inngróin hár eftir á sem mér fannst alveg hreint furðulegt og var að bíða eftir þeim þar til ég gerði mér grein fyrir því að þau kæmu ekki.

Niðurstaðan er sú að ég mun klárlega fara aftur í sugaring meðferð og finnst líklegt að hún muni taka við af rakvélinni áður en langt um líður.

Ég mæli með því að þið kynnið ykkur meðferðina hjá Cosy en hægt er að hringja í þau á opnunartíma, skoða verðlistann á heimasíðunni og einnig kíkja á Facebook síðuna þeirra.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is