Ég fékk veglega gjöf frá Blaq Mask á Íslandi um daginn. Pakkinn innihélt hinn margumtalaða svarta „peel-off“ kolamaska og gel augnmaska sem hefur verið ótrúlega vinsælt upp á síðkastið.

Svarti maskinn á að hreinsa svitaholur ásamt því að fjarlægja fín hár af andlitinu. Hann er mjög auðveldur í notkun og ef leiðbeiningum er fylgt á hann að skila góðum árangri.
Augnmaskinn er úr geli og á að kæla og fríska upp á augnsvæðið.

Notkunarleiðbeiningarnar eru í þremur auðveldum skrefum.

Skref 1: Þrífðu húðina, settu svo heitan þvottapoka í 3-5 mínútur á svæðin sem þú ætlar að hreinsa til þess að opna svitaholurnar.

Skref 2: Settu blaq maskann á þau svæði sem þú villt hreinsa og jafnaðu úr maskanum.

Skref 3: Hafðu maskann á andlitinu í 20-25 mínútur eða þangað til að hann þornar vel. Fjarlægðu svo maskann með því að rífa hann upp á móti. Ef eitthvað er eftir, fjarlægið þá með heitu vatni.

Ég prófaði Blaq maskann og gerði þau mistök að setja hann á allt andlitið. Ég hefði betur sleppt því að setja á kinnarnar því ég er með mjög viðkvæma húð. Ég varð mjög rauð og þrútin eftir maskann því hann reif mikið í litlu hárin sem var mjög vont! Að sjálfsögðu leyfði ég Arnari líka að prófa en honum fannst ekkert vont að taka maskann af þannig þetta er algjörlega persónubundið!

Ég veit ég á eftir að nota þennan maska mikið á ennið, nefið og hökuna til að hreinsa svitaholurnar.

Við prófuðum líka augnmaskana og okkur fannst það mjög skemmtilegt. Hér sést líka hvað ég varð rauð á kinnunum eftir blaq maskann.

Vörurnar voru fengnar að gjöf og þið getið nálgast þær hér.

Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er ég á instagram og snapchat: alexandraivalu9

Takk fyrir að lesa!

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.