Færslan er ekki kostuð

Ég ætlaði alltaf að halda áfram með seríuna mína þar sem að ég legg til vörur og gef góð ráð fyrir hverja húðgerð fyrir sig. Nú þegar hef ég skrifað pistil um feita húð, blandaða húð og þurra húð en nú er komið að þroskaðri húð.

Á einhverjum tímapunkti eldumst við vonandi öll og því er gott að grípa til ráðstafana þegar það kemur að því að halda húðinni í sínu besta ástandi. Til að byrja með mæli ég almennt með ráðunum í þessum pistli, sama með hvaða húðgerð maður er með.

RAKI

Ég mæli alltaf með því að þroskuð húð noti nægan raka, en hann er eitt það mikilvægasta sem við fáum til þess að sporna við og minnka hrukkur. Vatnsdrykkja og góð, rakagefandi krem hafa helling að segja en svo þarf einnig að passa að hreinsa húðina vel á kvöldin svo að rakinn í kremunum komist að. Augnkrem er eitthvað sem ég mæli með fyrir alla yfir 25 ára en sérstaklega þær sem eru komnar yfir miðjan aldur. Anti-aging vörur, serum, augnkrem og fleiri vörur eru í raun markaðsettar fyrir eldri húð en má byrja að nota mun fyrr til þess að koma í veg fyrir ótímabær öldrunarmerki á húðinni.

HREINSUN, DJÚPHREINSUN OG MASKAR

Þó að maður farði sig ekki mikið eða jafnvel ekkert, þá er alltaf mikilvægt að hreinsa húðina vel á kvöldin og létt á morgnana. Þegar húðin eldist þá fer hún að safna fleiri dauðum húðfrumum ofan á sem getur látið línur virðast dýpri og húðina grófari og þurrari. Með reglulegri hreinsun ásamt djúphreinsun og möskum reglulega er maður að sporna við því að þetta gerist. Einnig minnkar kollagenframleiðsla húðarinnar með aldrinum og dökkir blettir aukast oft. Með góðri húðrútínu hjálpum við húðinni til að endurnýja sig og örvum kollagenframleiðsluna.

VÖRUR

Ég myndi hiklaust mæla með eftirtöldum vörum fyrir þroskaða húð og húð sem er byrjuð að sýna ummerki um öldrun. Þær eiga það sameiginlegt að vera vandaðar og sporna við öldrunareinkennum. Fyrir neðan eru þær sem ég mæli helst með ásamt nöfnum og stuttum útskýringum fyrir neðan.

Skyn Iceland Face lift in a bag – Þrískiptur maski (broslínur, augu og enni) sem dregur samstundis úr þrota og línum í andlitinu. Fæst HÉR 

Lancôme Hydra Zen Masque – Rakagefandi maski sem inniheldur serum. Veitir mikinn raka yfir nótt og dregur úr fínum línum. Endurlífgar húðina. Fæst í völdum apótekum og verslunum Hagkaups

Clinique Repairwear Sculpting Night Cream – Uppbyggandi næturkrem sem hjálpar húðinni að endurnýja sig og minnkar línur. Fæst í völdum apótekum og verslunum Hagkaups

Skyn Iceland Arctic Elixir Serum – Serum sem endurnýjar, jafnar áferð húðar, minnkar húðholur og dregur verulega úr línum. Fæst HÉR

Estée Lauder Advanced Night Repair Eye Serum + Advanced Night Repair – Tvær vörur sem ég sver fyrir þegar það kemur að minnkun á öldrunareinkennum. Augnserumið dregur verulega úr línum, pokum og bólgum en ég hef sjaldan kynnst augnvöru með jafn mikilli virkni. Serumið sjálft jafnar lit og áferð húðar og minnkar húðholur og línur. Fæst í völdum apótekum og verslunum Hagkaups

Lancôme Visionnaire Crescendo Dual-Phase Night Peel – Ég er ástfangin af þessari vöru! Sýrur eru virkilega góðar fyrir endurnýjun húðar og til þess að minnka línur, en þetta er 28 daga sýrukúr fyrir húðina. Skref 1 inniheldur 5% sýrur og skref 2 inniheldur 10% sýrur, svo að maður vinnur sig upp í virkni. Ég mæli með að ALLIR prófi að nota sýrur og sjái kraftaverkin gerast!  Fæst í völdum apótekum og verslunum Hagkaups

La Mer The Renewal Oil – Olíur eru af hinu góða fyrir húðina og ég mæli með því að allir eigi eina andlitsolíu. Þessi inniheldur bæði mikinn raka og einstaka virkni og mýkt fyrir húðina. Hægt er að lesa nánar um hana HÉR. Andlitsolíur notast bæði undir krem og svo er hægt að blanda þeim saman við krem fyrir auka raka.  Fæst í völdum apótekum og verslunum Hagkaups

Biotherm Total Reniew Olil – Hreinsiolía sem bæði er hægt að taka af farða með og yfirborðshreinsa húðina. Olían er sérstök á þann hátt að hún byrjar að freyða þegar maður notar hana en hún er bæði hreinsandi og mýkjandi.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is