Það mætti segja að kynni mín af merkinu Glamglow hafi verið ást við fyrstu sýn. Ég prófaði maskana frá þeim fyrst árið 2015 eftir að mamma vinkonu minnar laumaði að mér nokkrum prufum, en árangurinn var ótrúlegur!

Ég var svo ekkert lítið ánægð í fyrra þegar merkið kom loksins til Íslands og maður þurfti ekki lengur að gera sér ferð í Sephora sérstaklega til að kaupa það. Síðan þá hef ég notað maskana og hreinsana reglulega en nýverið fékk ég að gjöf frá merkinu nokkrar vörur sem ég er alveg fallin fyrir. Þar á meðal voru Dreamduo tvöfaldi næturmaskinn, Glowstarter kremið, Glowsetter spreyjið og Poutmud varasalvinn.

Ég ætla að segja ykkur nánar frá þeim.

GLOWSTARTER

Ég á erfitt með að velja mér uppáhaldsvöru þarna, en ef ég þyrfti þá myndi það líklega vera Glowstarter kremið. Ég er farin að nota það daglega undir farða þar sem að það veitir óviðjafnanlegan ljóma og húðin gjörsamlega geislar af heilbrigði!

DREAMDUO

Dreamduo maskinn er klárlega ólíkur öllum öðrum sem ég hef prófað þar! Hann er tvískiptur og einblínir á að veita húðinni mikinn ljóma, draga úr línum og veita raka. Hann virkar þannig að ég set hann á mig eftir hreinsun á kvöldin en ég byrja á seruminu (skrefi 1) sem er ríkt af andoxunarefnum og bráðnar inn í húðina og „plumpar“ hana upp. Þegar ég hef nuddað því vel inn í húðina færi ég mig yfir í þykkari maskann (skref 2). Það er örlítið þykkari maski með blöndu af hyaluronic sýru og þara sem ég nudda einnig vel inn í húðina.  Þegar ég vakna er húðin eins og ný og ég er ekki að grínast! Hún verður fylltari, línuminni, mýkri og sléttari.

GLOWSETTER

Glowsetter spreyjið setur svo punktinn yfir i-ið í allri förðun. Fyrir utan það að innihalda bestu lykt sem ég hef fundið af setting- eða rakaspreyji, þá kemur „hægur“ og fínlegur úði út (ef þið skiljið). Einnig kemur mátulega mikið magn þannig að maður verður ekki blautur í framan eftir á. Svo eins og nafnir gefur til kynna gefur það fallegan ljóma yfir förðunina ásamt því að halda farðanum betur á.

POUTMUD

Varasalvinn góði, Poutmud, hefur verið fastagestur í snyrtibuddunni síðan ég fékk hann í hendurnar. Ég elska varasalva með lit, sérstaklega þar sem að ég hef tilhneygingu til að fá þurrar varir. Þessi er fölbleikur í litnum Birthday Suit – Nude og hentar fullkomlega fyrir daglega notkun.

Hér fyrir neðan má sjá Glowstarter, Glowsetter og Poutmud á mér en takið eftir hvað ljóminn á andlitinu er mikill. Og ef þið hafið ekki fundið lyktina af Glamglow vörunum þá mæli ég með að þið farið í næstu Hagkaupsverslun eða apótek þar sem vörurnar eru seldar og lyktið af þeim – best í heimi!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is