Mér finnst æðislegt hversu mikil vitundarvakning hefur orðið um lífrænar, cruelty-free vörur. Ef ég mögulega get þá reyni ég að nota slíkar vörur. Ég hef prófað þó nokkrar vörur frá versluninni Alena.is og þær standast allar mínar kröfur um góðar, lífrænar vörur sem ekki eru prófaðar á dýrum. Mín uppáhalds snyrtivara frá þeim er Facetox maskinn.

HVAÐ GETUR FACETOX MASKINN GERT FYRIR ANDLITIÐ ÞITT?

Hér eru nokkrar staðreyndir um þennan öfluga leirmaska:

  • Maskinn dregur út fílapensla og önnur óhreinindi
  • Dregur svitaholur saman
  • Dregur úr sýnileika öra
  • Jafnar húðlit
  • Græðir

Facetox pakkinn inniheldur 7 maska, skál og sleif. Hægt er að nálgast hann HÉR

Einnig er hægt að kaupa stakan maska HÉR til að nota í eitt skipti

Staka blöndunarskál er hægt að nálgast HÉR

Ég og leirmaskinn áttum rómantíska kvöldstund saman eftir viðburðarríka viku. Ég læt nokkrar myndir fylgja með af ferlinu.

Maskanum og Rósavatninu er blandað saman og hrært í svotilgerðri plastskál með plastsleif. Varist málmílát, þau eyðileggja eiginleika maskans.
Ást, friður og maski kominn í smettið. Maskinn byrjar að vinna um leið og hann kemst í snertingu við húðina og þarf að liggja á þangað til hann byrjar að þorna.
Ég reyndi að brosa blítt en það var ekki möguleiki á þessu stigi málsins. Þarna var ég búin að vera með maskann í 30 mínútur sem var mátulegur tími. Eins og þið sjáið er hann farinn að skrælna.
Maskinn virkar einnig sem góður skrúbbur þegar hann er tekinn af og húðin roðnar verulega. Ég smurði mig að endingu með góðu rakakremi og fór alsæl að sofa með himneska húð.

Leirmaskar hafa verið notaðir um árabil í húðumhirðu, en afhverju í ósköpunum? Ég trúi á heilaga almenna kirkju en ég er líka vísindalega þenkjandi og verð yfirleitt að komast til botns í því hvernig hlutirnir virka. Þess vegna býð ég  upp á efnafræðalegan pistil um leirmaska í lokin.

HVERNIG VIRKAR LEIRMASKINN?

Óhreinindi í húðinni eru jákvætt hlaðin en leirinn er neikvætt hlaðinn og nær þar af leiðandi að draga í sig óhreinindin eins og segull. Vegna þessarar neikvæðu hleðslu er nauðsynlegt að hræra maskann saman í íláti sem er ekki úr málmi heldur frekar plasti eða viði.

Leir binst húðfrumum mjög hratt og nær þess vegna að draga svitaholur saman.

Leir er samsettur úr örlitlum sameindum sem gerir hann að frábærum húðskrúbbi sem fer vel með húðina en særir hana ekki.

Færslan er ekki kostuð á nokkurn hátt

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, stjúpmamma, verðandi móðir (ófrísk af fyrsta barni), heklari, föndrari, fagurkeri, skrifar smásögur ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrmakeupartist