Vörurnar voru fengnar að gjöf

Ný lína var að koma frá Biotherm sem heitir Skin Fitness, en hún inniheldur þrjá hluti: 
1. Skin fitness purifying body foam (sturtusápa)
2. Skin fitness firming body emulsion (bodylotion)
3. Skin fitness instant smoothing body treament (rakakrem)

Ég fékk að prófa fyrsta og annan hlutinn á þessum lista

Sturtusápan, Purifying Body Foam er æðisleg, hún kemur út sem froða og er auðveld í notkun, dreyfist vel og lyktin er mild og góð. Sápan hreinsar salt og bakteríur sem koma við mikla likamsrækt og hreyfingu.
Aðal innihalds efnið er spirulína en spirulína er mjög þekkt sem eitt besta og öflugasta næringarefni í heimi. Spirulina er próteinmikið og þegar það er borið á húðina virkar það eins og orku skot á frumurnar.

Firming Body Emulsion er svo næst en það er bodylotion. Eftir góða hreyfingu þarf líkaminn raka/vökva, hann þarf að endurnýja orku og jafna sig.
Firming Body Emulsion sér til þess að hjálpa þér að ná þessu öllu saman.
Innihaldsefninn eru tropical Magnesium sem og sodium camphor en aðalinnihalds efnið er L. ochroleuca og finnst á milli Bretlands og Frakklands. Það er þari sem styrkir húðina og gefur henni raka. Bodylotionið hjálpar þvi vöðvinum að endurhlaðast og styrkjast. Það er gelkennt og hefur kælandi áhrifa. Það er þægilegt að bera á og fann ég frískleika hellast yfir mig alla eftir að hafa notað það.

Ég prufaði ekki Instant Smoothing Body Treatment en það er raka krem fyri allan líkaman. íþróttafóllk eða fólk sem hreyfir sig reglulega missir meira vökva en aðrir og þurfa að muna að drekka nóg af vatni því okkar er því oft þurr. Þetta krem hjálpar þér að halda húðinni fallegri, gefur ljoma og raka.

Ég mæli eindregið með þessri nýju línu frá Biotherm.

Þess má geta að það eru Biotherm kynningardagar oí Lyf&Heilsu Kringlunni fram á sunnudag þar sem það er 20% afsláttur af öllum Biotherm vörum! 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa