Vörur í færslunni fékk greinahöfundur að gjöf

Það hefur ekki farið framhjá neinum að ég er algjör fíkill í lúxusvörur, enda tel ég að þó maður eigi ekki nema bara eina „high end“ vöru þá sé það þess virði að dekra við sjálfan sig einstaka sinnum og líða eins og prinsessu.

Bodylotion-ið frá La Mer hefur í langan tíma verið í uppáhaldi síðan ég prófaði það fyrst fyrir mörgum árum í formi tveggja lúxusprufa. Þið trúið ekki hvað ég sat lengi á þessum prufum eins og ormur á gulli og notaði þær bara spari til að þær myndu ekki klárast of fljótt! Ég gjörsamlega féll fyrir því og fannst svo frábært hvað lyktin var góð og þar að auki entist rakinn mun lengur í húðinni á mér en við önnur body lotion, sem þýddi að ég þurfti ekki að nota það nærri því jafn oft. Það er gætt tækni sem viðheldur rakanum í húðinni ásamt því að innihalda Miracle Broth™ sem allar La Mer vörurnar eru byggðar á og þekktar fyrir. Það hjálpar til við að þétta húðina og hún verður mýkri á mér sem aldrei fyrr. Það skemmir svo ekki hvað maður þarf lítið af kreminu til að ná yfir stórt svæði svo að það endist vel og lengi. Bæði finnst mér æðislegt að nota það
yfir sumartímann en það er samt sérstaklega gagnlegt þegar þurrkur og kuldi fer að segja til sín.

Renewal Oil er án efa einn mesti lúxusinn af húðrútínunni minni. Ég kynntist henni einnig í formi lúxusprufu sem ég fékk í vetur og varð strax háð. Þetta er olía sem otuð er undir krem, til dæmis í staðinn fyrir serum og inniheldur að sjálfsögðu Miracle Broth™ sem ásamt öðrum virkum efnum dælist inn í húðina, þéttir hana, dregur úr fínum línum og veitir raka. Ég elska að nudda nokkrum dropum vel inn í húðina og finna hvað hún verður mjúk og ljómandi. Lyktin er einnig ein sú besta sem ég hef fundið! Olían hjalpar húðinni við náttúrulega endurnýjun og virkjar collagen framleiðslu hennar svo að hún dregur verulega úr öldrunareinkennum. Ég þarf frekar lítið af olíunni, um þrjá til fimm dropa til þess að ná yfir andlit og háls. Svo virkar olían líka á naglabönd, í hár og á þurra bletti á líkamanum en ég viðurkenni fúslega að ég tími því mjög sjaldan þar sem að ég vil nýta hana sem mest á andlitið.

Mér finnst ótrúlega gaman að deila með ykkur minni reynslu af hinum ýmsu vörum sem ég fíla. Mig langar að benda ykkur á La Mer greinina sem ég skrifaði fyrir fleiri upplýsingar um þetta flotta merki. Þess má einnig geta að dagana 7.-8. júní verður sérstakt tilboð á öllum farðavörum í Lyfjum & heilsu Kringlunni frá merkinu ásamt glæsilegum kaupauka! 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is