Færslan er ekki kostuð, vöruna keypti greinahöfundur sjálfur

Mario Badescu Drying Lotion

Því miður er ég ein af þeim sem hef verið að berjast við bólur frá unglingsaldri. Slök umhirða húðar var orsökin þegar ég var unglingur en svo fóru aðrir þættir að spila inn í svo sem hormónar og bólgur undir húð. Ég ákvað því að fara á lyf og fékk viðeigandi meðferð og húðin lagaðist. Í dag get ég ekki kvartað yfir bóluvandamálum en auðvitað kemur stundum ein og ein. Rétt eins og flestir að þá vil ég losna við bólurnar strax um leið og þær koma. Þá er gott að eiga efni til að bera á þær svo það flýti fyrir því.

Efnið sem ég nota til að bera á bólur er töfraefnið Drying lotion frá Mario Badescu. Ég hafði heyrt af því áður hjá förðunarfræðingum á Youtube sem voru að mæla með því. Svo leið ekki á löngu þar til Fotia verslun byrjaði að taka inn vörur frá Mario Badescu og þá keypti ég mér bólubanann minn. Ég sé sko ekki eftir því.

Hvað er Drying Lotion?

Varan virkar sem ákveðin „spot treatment“ á bólur en er ekki á allt andlitið. Efnið flýtur virkni þeirra að þorna upp. Vökvinn í flöskunni aðskilur í tvö efni og til að nota vöruna á að dýfa eyrnapinna ofan í bleika efnið í botninum og bera á bóluna. Gott er að hafa efnið á bólunni yfir nóttina. Daginn eftir er efnið (oftast) alltaf farið af mér og þá hefur bólan minnkað eða horfið. Þrátt fyrir að efnið er í lítilli flösku nánar til tekið 28 ml flösku að þá dugar varan mjög lengi. Það er að verða ár síðan ég keypti mína og það sést varla á henni að ég hafi notað hana í að verða ár.

Virkar varan?

Já hún virkar. Efnið virkar ekki eins á allar bólur svo fer þetta eftir húð hjá viðkomandi. Ég ber efnið ekki á fílapensla, ekki á bólur undir húðinni heldur á þær bólur sem eru sjáanlegar á húðinni og nýkomnar. Þessar rauðu sem þú vilt ekki fá.

Ekki hrista vöruna

Á flöskunni eru leiðbeiningar um hvernig best er að nota vöruna. Þar er tekið sérstaklega fram að ekki eigi að hrista flöskuna, því þá blandast efnið saman. Ég hristi flöskuna óvart í fyrsta skipti þegar ég notaði vöruna því eins og svo oft áður að þá las ég ekki á leiðbeiningar. Ég fékk smá panikk og hélt að ég hefði skemmt vöruna og virkni hennar. En ég lét hana standa á borðinu til að sjá hvort að vökvarnir myndu ekki aðskilja sig – og viti menn það gerðist á næsta hálftíma.

Gott að vita

Varan er fyrir allar húðgerðir og einnig fyrir viðkvæmar húðgerðir. Því það kemur ekki sviði fram í húðinni þegar hún er notuð. En gott að hafa í huga ef þið eruð með sár eða þurrkubletti að þá er ekki sniðugt að setja efnið á þau svæði. Því í efninu er alkahól, salicylic sýra og kalamín. Gott er að gefa húðinni góðan raka á meðan verið er að nota vöruna þar sem varan getur þurrkað upp svæðin sem efnið er notað á.

Mitt álit

Fyrir mitt leyti að þá elska ég þessa vöru og þetta er minn bólubani. Þetta er vara sem ég mun eflaust alltaf eiga því hún er að virka vel á mig. Því eftir því sem ég eldist að sé ég mikilvægi þess að hafa hreina & ferska húð og vinn því mikið að því að halda henni þannig. Því að hafa góða húð er ekki sjálfgefið. Ég er 100% viss um að ég kaupi mér nýja flösku þegar mín klárast á endanum. Svo hef ég stundum borið vöruna á kærastann minn þegar hann hefur fengið bólur og það hefur líka sýnt árangur. Ég mæli með drying lotion fyrir alla sem fá bólur.

Hægt er að nálgast vöruna & skoða úrvalið frá Mario Badescu HÉR 

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.