Færslan er ekki kostuð. Greinahöfundur keypti vörurnar sjálf. 

Hafið þið einhvern tíman burðast um með óendanlega spennandi leyndarmál í langan tíma án þess að mega segja nokkrum manni frá því? Erfitt, ekki satt? Þá vitið þið hvernig mér leið undanfarna mánuði þegar ég vissi af því að hið frábæra merki Origins væri LOKSINS á leið til landsins aftur! Merkið hefur lengi verið þekkt fyrir sína frábæru maska, en fyrir mína parta eru þeir einungis brot af því sem hægt er að fá þar.

or_product_photo

Ég kynntist Origins fyrst þegar ég var sölustjóri yfir Bobbi Brown á Íslandi, en ég hef alltaf elskað allar vörur sem ég hef prófað þaðan. Því miður yfirgáfu vörurnar klakann í nokkur ár fljótlega eftir að ég komst að því hvað þær væru góðar, svo að ég gerði það að reglulegum viðburði að versla mér þær þegar ég fór erlendis. Ginzing kremið góða hefur verið til í skápnum mínum í mörg ár ásamt Perfect World hreinsinum eða Frothy Face Wash. Þá hafa maskarnir góðu auðvitað verið prófaðir en Out Of Trouble og Drink Up maskinn eru þar í uppáhaldi. Svo ætla ég rétt að vona að allir hér hafi prófað bæði fótakremið og handáburðinn frá merkinu – ef ekki þá mæli ég með því að þið farið strax út í búð á fimmtudaginn!

Í vor var engin undantekning á reglunni en þá keypti ég mér nokkrar vörur á leið frá Þýskalandi. Þar voru meðal annars Perfect World hreinsirinn, Original Skin serumið og Out Of Trouble maskinn. Svo ég segi ykkur örstutt aðeins betur frá þessum vörum (þó svo að mér endist líklega ekki árið til að segja ykkur frá öllum sem ég hef prófað frá þeim:

156d55bf-21d6-46dd-8da6-1082b1997040

Original Skin Renewal Serum With Willow herb

Mjög gott serum til að eiga í skápnum. Endurnýjar húðina eins og nafnið gefur til kynna og mýkir bæði upp húðina og frískar mann við. Fullkomið til að nota á morgnana undir dagkrem, finnst mér.

Out Of Trouble 10 Minute Rescue Mask 

Róar húðina, dregur úr þrota, roða og spornar við bólum. Þennan nota ég alltaf þegar húðin á mér er á leið í vandræði og ég sé strax mun á roða og bólum.

A Perfect World Antioxidant Cleanser With White Tea 

Fullkominn froðuhreinsir sem hreinsar vel upp úr húðinni með hjálp steinefna án þess að berstrípa hana algjörlega af olíum. Ég elska hvað húðin er alltaf mjúk eftir hann og nota hann reglulega.

Origins verður í byrjun einungis fáanlegt í Lyf&Heilsu Kringlunni, en merkið lendir þar næstkomandi fimmtudag. Þar á eftir verða vörurnar einnig fáanlegar í Hagkaup Smáralind þegar sú verslun opnar á ný. Ég mæli eindregið með að þið gerið ykkur ferð og kíkið á þær :)

gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Við erum einnig á Snapchat undir pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is