Færslan er unnin í samstarfi við snyrtistofuna Cosy og meðferðina fékk ég að gjöf

Mér finnst virkilega gaman að fara í smá dekur af og til og hef ég það sem reglu að fara eftir sumarið í smá andlitsdekur. Ég fór að forvitnast hvað hún Adda á snyrtistofunni Cosy mældi helst með og hún sagði mér frá Janssen Cosmetics AHA – Ávaxtasýrumeðferð fyrir andlit og háls.

maxresdefault

Hvað er það og hvað gerir ávaxtasýra fyrir húðina? 

Ávaxtasýrur eru algjört dúndur fyrir húðina þar sem virkni þeirra betrumbætir alla starfsemi húðar, hvort sem húðin sé slöpp, þurr, feit eða viðkvæm.
Sýrunar fjarlægja dauðar húðfrumur og örva náttúrulega starfsemi og endurnýjun húðar. Ný og fallegri húð kemur í staðin.

Hvað þarf maður að koma oft í meðferðina?
Fjögur til sex skipti fer eftir húðgerð og vandamálum hvers og eins. Eftir það er gott að koma tvisvar á ári til þess að viðhalda meðferðinni og endurbæta húðina.

Hvaða styrkleiki er í sýnunum?
Sýrustyrkur 20, 30, 40 eða 60 er valin eftir vandamálum og meðferð miðað við hvern og einn.

Mér leist mjög vel á þetta og ákvað að bóka mig i meðferðina.

Húðin er hreinsuð vel áður en ávaxtasýran er sett á andlit og háls. Sýran er látin bíða í smá stund og þú finnur ekkert fyrir henni. Síðan er „stopp krem“ sett yfir til þess að stoppa virknina á sýrunni og þá fær maður kitl yfir andlitið og þú finnur fyrir virkninni í meðferðinni. Þar á eftir er svo settur rakamaski sem er látinn biða aðeins á húðinni. Hann er tekin af og rakakrem sett yfir andlit og háls.

Ég helt að mikil roði kæmi eftir þessa meðferð en svo var ekki og ég labbaði út með bros á vör.

232912965ede79a76acd65b7a8596ed2

Ég fór í 4 skipti. Eftir annað skiptið þá var ég mjög hissa. Húðholurnar voru búnar að minnka svakalega mikið, var mun sléttari í andlitinu og farðinn hélst á talsvert betur sem hann gerði ekki áður.
Ég notaði einnig rakamaska sem ég talaði um r inn á milli meðferða til þess að viðhalda raka í húðinni. Sýrunar fjarlægja dauðar húðfrumur og örva starfsemi húðarinnar í að búa til nýja og fallega húð eftir meðferðina.
Fínar línur voru minni á enni og mér leið eins og ég hafi fengið nýja húð á andlitið!
Eftir þriðja og fjórða skiptið varð ég eins og ný. Ég var mun sléttari í framan og tók fólk eftir því að eitthvað var öðruvisi við mig. Það tók eftir hvað húðin mín var falleg og þétt.

Þessi meðferð er vikrilega skemmtileg og kröftug. Hún hentar öllum aldri og öllum húðgerðum.

Haustið er fullkomin timi fyrir þessa meðferð þar sem ekki er æskilegt að fara í mikla sól eftir sýrur og það á að forðast ljósabekkina líka ef einhver er enn að nota þá.

Best er að leyfa húðinni að vera í nokkrar vikur, gefa henni raka og hugsa vel um hana á meðan meðferð stendur yfir.

Ég ákvað að spyrja Öddu afhverju maður ætti að fara í ávastasýrumeðferð í stað húðhreinsunar? 
Í stuttu máli húðhreinsun er kreistun og vinnur á bólum, fílapenslum og óhreinni húð – Sýrur gera það allt (vanalega ekki kreistar graftarbólur). Þær vinna á hrukkum, örum, línum, laga raka og fituójafnvægi, auka teygjanleika húðarinnar og koma með ferskann blæ yfir húðina (þar sem dauðar húðfrumur fara). Skoðað er húðina á hverjum og einum ef einstaklingur er slæmur á yfirboðinu er gott að fara í húðhreinsun fyrir meðfeðferðina. Sýrurnar vinna dýpra og örvar framleiðslu kollagen og elastín sem er í neðstu húðlögunum. Þetta er miklu virkari meðferð en húðhreinsun.b2edf17ef088734f88c68b8ab7ef9cd7Ég mæli hiklaust með Ávaxtasýrumeðferðinni hjá henni Öddu á Cosy. Virkilega góð ráðgjöf og þægilegt andrúmsloft er á stofunni.

katrín sif

 Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR
Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Deila
Fyrri greinRIVSALT
Næsta greinSYKURLAUST DÖÐLUGOTT