Ég fer á snyrtistofuna Cosy þegar mig vantar smá dekur á líkama og sál. Ég fór fyrir nokkrum vikum til hennar Öddu á stofunni og var að leita mér af kremi eða maska til þess að minnka glans og olíumyndun í húðinni.

Hún benti mér á Soothing Face Mask frá Janssen Cosmetics og þar sem ég var svo ánægð með andlithreinsirinn og tónerinn frá þeim þá ákvað ég að skella mér á rakamaskann.

14383327_10157585667085372_1913333976_n

Ég hef notað rakamaskann einu sinni til tvisvar í viku og sé ég mikin mun á húðinni minni, en það besta er að farðinn helst á mun lengur þar sem glansinn hefur minnkað töluvert.

Soothing Face Mask er frábær fyrir allar húðgerðir. Maskinn er settur á hreina húð og má hann vera eins lengi og tími gefst. Ég sef með maskan og leyfi honum að vinna alla nóttina og þríf hann svo af mér um morguninn.
Maskinn dregur samstundis úr roða og bólgum og gerir hann kraftaverk fyrir þá sem eru með rósroða eða „acne“ húðgerðir.
Allar húðgerðir þurfa raka og ég mæli hiklaust með þessum maska, hvernig húðgerð sem maður er með. Húðin verður silkimjúk og glansar minna.
Eins og þið getið lesið hérna þá eru allar formúlur í vörunum unnar saman af læknum og snyrtifræðingum.

14383555_10157585670375372_1190840186_n

 

Maskinn hentar sérstaklega vel nú þegar sumarið er búið og kuldinn er farinn að læðast að manni. Húðin okkar á alltaf skilið smá dekur.

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa