Færslan er ekki kostuð

14060234_10154492188128675_868554905_o

Ég veit fátt betra en kósýkvöld þar sem ég fæ smá ‘me-time’ sem inniheldur kertaljós, dekur og að sjálfsögðu verður smá súkkulaði að koma við sögu, en ég átti einmitt eitt slíkt í gær. Ég er búin að vera mjög spennt að prufa maskana frá KARUNA og ákvað í gær að láta vaða. Maskinn sem ég notaði heitir Hydrating+ face mask og er rakamaski.

Húðin mín er yfirleitt mjög þurr og ef ég er ekki dugleg að nota rakakrem og rakamaska fæ ég auðveldlega þurrkubletti. Karuna rakamaskinn hentar því einkum vel fyrir þurra eða þreytta húð en maskinn eykur rakann í húðinni um 40% eftir aðeins eitt skipti. Og vá þvílíkur munur á húðinni eftir einugis eitt skipti! Held að húðin mín hafi bara sjaldan verið jafn mjúk og fín, ég á klárlega eftir að nota maskann vikulega héðan í frá.

Screen Shot 2016-08-22 at 22.33.31

Maskinn er alveg olíulaus og án allra rotvarnarefna og er einnig vegan. Maskinn sjálfur er nokkurskonar gríma sem settur er á andlitið og látin vera á í 10-20 mínútur. Fyrir smá auka boost er hægt að geyma maskann í kæli í nokkrar klukkustundir fyrir notkun, en ég held að það væri algjör snilld eftir sólbruna.
Screen Shot 2016-08-22 at 22.33.15

Mér finnst líka stór plús við vöruna hvað maskinn kemur handhægum umbúðum en hann fæst bæði í stykkjatali og kassa með nokkrum í. Mér finnst til dæmis tilvalið að kaupa nokkur stykki og láta eitt bréf fylgja með í jólapakkana eða bara sem lítil tækifærisgjöf, en ég fékk minn maska einmitt sem gjöf frá góðri vinkonu.
Maskann færðu HÉR og í verslun NOLA á Höfðatorgi.

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!