Færslan er ekki kostuð – Stjörnumerktar vörur hef ég fengið að gjöf

Ég veit ekki með ykkur, en ég berst alltaf við mikinn þurrk í húðinni á haustin og veturnar. Það liggur við að ég þurfi að sofa með rakamaska á hverri nóttu til þess að ná að halda þurrkinum í skefjum, en húðinð verður um leið „pirruð“ og viðkvæm, sérstaklega þegar kuldinn verður mikill.

Raki er lykilatriði

Í mörg ár hef ég prófað mig áfram með vörur sem mér finnst virka hvað best fyrir húðina mína þegar hún er í þessu ástandi. Mín helstu ráð við þessu hvimleiða vandamáli eru: Raki, raki og aftur raki. Vera dugleg að næra húðina vel með góðum kremum og þau mega alveg við því að vera dálítið feit. Svo er það líka þannig að góð krem duga skammt ef húðin er ekki hrein, svo að mikilvægt er að hugsa vel um að nota góðan hreinsi daglega, ásamt því að djúphreinsa hana og nota maska að minnsta kosti einu sinni í viku. Með því fara öll krem mun dýpra inn í húðina og sinna hlutverki sínu betur.

Hér er listi með vörunum sem ég hef notað, sem hafa gagnast mér vel.

Untitled

  1. MAC Fix + Spray – Ómissandi í snyrtitöskuna og förðunarkittið. Það verða allir að eiga minnst eitt rakasprey og þetta hef ég notað í mörg ár. Veitir húðinni raka- og vítamínbombu og hún verður endurnærð. Fæst í versunum MAC. 
  2. Biotherm Aquasource SOS Mask – Einn uppáhalds rakamaskinn minn, en glöggir lesendur hafa líklega séð mig minnast á hann áður. Ég nota hann annað hvort yfir eina kvöldstund eða sef með hann og hann endurnýjar raka húðarinnar. Fæst í verslunum Hagkaups og helstu apótekum.
  3. SKYN Iceland Pure Cloud Cleanser – Uppáhalds hreinsirinn minn í augnablikinu. Einstaklega mildur, góður og hreinsar vel upp úr húðinni án þess að erta hana nokkuð. Ath hættur í sölu þegar færslan er endurbirt. 
  4. Clinique Moisture Surge Extended Thirst Relief rakakrem: Þetta krem er ómissandi þegar ég er þurr í húðinni, en það er algjör rakabomba og er í raun eins og húðin drekki það í sig. Fæst í verslunum Hagkaups og helstu apótekum. 
  5. BOBBI BROWN EXTRA Repair Moisturising Balm – Þetta krem er frábært að eiga í skápnum fyrir virkilega erfiðu dagana, en það gjörsamlega bjargar húðinni þegar hún er orðin virkilega þurr eftir kuldann. Svo vinnur það líka á móti ótímabærri öldrun og lyktin er dásamleg. Fæst í Lyf&Heilsu Kringlunni og Hagkaup Smáralind. 
  6. Origins GinZing Refreshing Eye Cream – Þetta augnkrem bjargaði lífi mínu (ókei, viðkvæmu húðinni á augnsvæðinu mínu) á tímabili. Það endurnærir ásamt því að veita góðan raka og vinna á baugum. Fæst í völdum apótekum og Hagkaup Smáralind 
  7. YSL Top Secrets Natural Action Exfoliator * – Þeir sem hafa lesið færslurnar mínar ættu að kannast við þennan. Þegar húðin þolir ekki kornaskrúbba, þá eru ensýmskrúbbar æðislegir. Þessi frá YSL er ótrúlega mildur en fjarlægir samt allar dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir silkimjúka! Fæst í völdum verslunum Hagkaups og völdum apótekum. 
  8. Embryolisse Lait Creme Concentre – Þessi vara er í raun „must have“ fyrir ALLA. Krem sem virkar bæði sem æðislegt rakakrem, primer fyrir farða ásamt því að hægt er að nota það líka sem rakamaska. Ég er alveg seld eftir að hafa kynnst þessum vörum og nota þær mikið. Fæst í Nola
  9. Blue Lagoon Algea Mask – Sumir leirmaskar geta verið dálítið vandasamir fyrir þurra húð, en mér finnst þessi einn af þeim bestu sem ég hef prófað. Hann þurrkar húðina alls ekki upp en djúphreinsar hana ótrúlega vel. Fæst í Bláa Lóninu, Hagkaup og völdum apótekum.

Ég vona að þessi listi gagnist ykkur og að einhverjar af vörunum henti ykkur jafn vel og þær hentuðu mér.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is