Færslan er ekki kostuð 

Færslan sem ég setti inn síðast í tengslum við Tax Free daga í Hagkaup vakti svo mikla lukku að ég ákvað að gera það sama fyrir strákana – enda versla þeir líka í snyrtivörudeildinni og ættu allir að eiga að minnsta kosti gott krem, andlitshreinsir og góða lykt í skápnum.

Hér eru nokkrar skotheldar hugmyndir fyrir strákana, ásamt útskýringum fyrir neðan.

Untitled

  1. Yves Saint Laurent – La Nuit De L’Homme Eau De Toilette Spray. Dásamleg lykt úr smiðju YSL sem er mild, örlítið krydduð en jafnframt fersk. Fullkomin fyrir daglega notkun, en ég keypti einmitt svona fyrir kærastann minn í síðustu útlandaferð.
  2. Clinique For Men – Face Scrub. Allir ættu að eiga andlitsskrúbb til að nota 2-3x í viku í sturtunni, en hann fjarlægir dauðar húðfrumur og skilar húðinni ferskri til baka.
  3. Biotherm – T-Pur Anti Oil & Shine Moisturizer. Fyrir þá sem eru með feita húð og glansa auðveldlega eða eru með bólur. Rakagefandi krem sem minnkar óæskilega olíumyndun.
  4. Clinique For Men – Maximum Hydrator. Fyrir þá sem eru með húð í þurrari kantinum. Algjör rakabomba sem frískar og endurnærir húðina.
  5. St. Tropez – Self Tan Classic Bronzing Mousse. Þrátt fyrir að sólin skíni skært í Reykjavík þessa dagana eru ekki allir sem komast út eða taka það mikinn lit. Brúnkufroðan frá St. Tropez er æðisleg og einföld í notkun. Þið fáið bestu útkomuna með því að nota Tan Applicator Mitt með.
  6. Clinique For Men – Anti-Fatigue Eye Gel. Kælandi augnkrem með kúlu á endanum sem dregur úr baugum, þrota og fínum línum. Ef þið eruð ekki farnir að nota augnkrem; byrjið á því núna.
  7. Biotherm Aquapower Active Lotion – Æðislegt after-shave krem sem róar húðina eftir rakstur og veitir raka.
  8. Calvin Klein – Euphoria Men. Calvin Klein klikkar ekki í ilmvatnsdeildinni, en þetta ilmvatn er ávanabindandi og alls ekki of sterkt með léttri, kryddaðri lykt.
  9. Clinique For Men – Face Wash. Það er nauðsynlegt að þrífa andlitið í lok hvers dags til að fjarlægja óhreinindi úr húðinni eftir mengun og vinnu.
  10. Yves Saint Laurent – L’Homme Shower Gel. Það er ekki verra að eiga fínt sturtugel með góðri lykt í sturtuklefanum eða íþróttatöskunni.

Ég hvet ykkur til að kíkja í Hagkaup og skoða úrvalið. Starfsmenn frá helstu merkjunum standa vaktina alla helgina.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is