Sumar vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf, aðrar keypti ég sjálf. 

Það er orðið allt of langt síðan ég kom með „topp“ færslu en úr því verður bætt núna. Þessa tilteknu færslu ætlaði ég reyndar að fara af stað með miklu fyrr en það voru ýmsir aðrir hlutir sem höfðu forgang og ég fann aldrei rétta tímann.

Maskar eru ómissandi hluti af húðrútínunni minni, en þá nota ég um þrisvar í viku. Ég nota ekki sömu maska í hvert skipti og stundum tek ég þá í tveimur skrefum; þ.e. fyrst maska sem hreinsar/endurnýjar og svo rakamaska. Það eru nokkrir tilteknir maskar sem standa upp úr hjá mér og þessir hafa verið í miklu uppáhaldi undanfarna mánuði.

maskar2

  1. YSL Forever Youth Liberator Intensive Mask – Gelmaski sem endurnýjar húðina á einstakan hátt og inniheldur slípunareiginleika sem skila húðinni minni ótrúlega sléttri á 5 mínútum. HÉR getið þið lesið nánar um maskann. Fæst meðal annars í völdum verslunum Hagkaups og völdum apótekum. 
  2. Biotherm Aquasource Non-stop SOS emergency hydration mask – Rakamaskar eru ómissandi og þennan á ég oftast í skápnum hjá mér. Ég set hann á að kvöldi til og leyfi honum að sitja á húðinni eins lengi og ég vil. Svo fer ég yfir húðina með rakri bómull eftir á. Ef ég er extra þurr, þá sef ég með maskann. Fæst í verslunum Hagkaups og völdum apótekum. 
  3. Estée Lauder Advanced Night Repair Concentrated Recovery PowerFoil Mask – Þennan prófaði ég um daginn og varð ástfangin. Maskarnir koma fjórir saman í pakka og maður notar hann einu sinni í viku svo að um er að ræða mánaðarskammt. Stinnir og endurnýjar húðina á undraverðan hátt. Þið getið lesið allt um maskann HÉRFæst í völdum verslunum Hagkaups, Sigurboganum og völdum Apótekum. 
  4. Origins Out Of Trouble – Þennan keypti ég mér á ferð minni til Amsterdam/Þýskalands um páskana, en þetta er nýr maski frá Origins sem bókstaflega bjargar húðinni á 10 mínútum. Það er fersk mentol lykt af honum og ég set hann alltaf á mig ef húðin mín er í vandræðum. Fæst í Sephora og fríhöfnum erlendis. 
  5. Sóley Steiney –  Ég er mikill aðdáandi varanna frá Sóley en þessi maski er algjör snilld. Hann kemur í duftformi og maður blandar honum saman við örlítið vatn og býr til leir. Maskinn endurnýjar húðina ásamt því að stinna hana og fjarlægja dauðar húðfrumur. Hann inniheldur eldfjallaleir úr Eyjafjallajökli ásamt handtíndum jurtum. Fæst meðal annars í völdum apótekum. 
  6. Clinique Pore Refining Solutions Charcoal Mask – Þessi er yndislegur, en hann „detoxar“ húðina ásamt því að minnka húðholur og fjarlægja óhreinindi. Kolin hreinsa alveg upp úr húðholum og húðin stendur eftir ótrúlega mjúk. Fæst meðal annars í völdum verslunum Hagkaups og völdum apótekum. 

Gunnhildurbirna-

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is