Færslan er unnin í samstarfi við St. Tropez á Íslandi. Vörurnar fékk ég að gjöf. 

Orð geta ekki lýst því hvað ég er fegin að geta gengið að góðum vörum hvað varðar sjálfbrúnku eftir að ég ákvað að hætta ljósabekkjanotkun alfarið fyrir tveimur árum síðan. St. Tropez er alltaf í fyrsta sæti hjá mér þegar það kemur að sjálfbrúnku en ég hef ekki prófað vörur enn sem komast með tærnar þar sem þær vörur hafa hælana.

Í uppáhaldi hjá mér hafa hingað til verið Self Tan Classic Bronzing Mousse, Gradual Tan Anti-Aging Face Lotion og Self Tan Classic Bronzing Lotion, en þetta þrennt bjargar manni algjörlega á dögum sem manni vantar ferskleika og þegar stefnan er sett á árshátíð, kíkja út með vinkonum eða eitthvað slíkt.

unnamed-24

Nýverið fékk ég þó tvær nýjungar í hendurnar frá St. Tropez, sem gefa einstaka lúxustilfinningu við notkun. Um er að ræða Self Tan Luxe Dry Oil Body og Self Tan Luxe Oil Face. Báðar vörurnar gefa fullkominn húðlit sem endist í allt að 7 daga með líkamsolíunni og 5 daga með andlitsolíunni. Líkamsolían er borin á með Tan Applicator Mitt sem er hanskinn sem ég nota alltaf frá merkinu í vörur og gefur fullkomna áferð. Húðin fær strax gylltan ljóma og bókstaflega geislar, en það kom mér skemmtilega að óvart hvað áferðin var falleg. Ilmurinn er mildur og unninn úr 100% náttúrulegum ilmefnum með ilmkjarna olíum.

Andlitsolían er einstök en hún kemur með dropateljara sem mér fannst ótrúlega þægilegur upp á ásetningu að gera. Það komu engar rákir eða litabreytingar heldur einungis fallegur gylltur litur. Ég notaði þessa olíu á andlit, háls og bringu en mér fannst húðin einnig verða ótrúlega mjúk við olíuna. Hún þornaði líka fljótt og þess má geta að hún stíflar ekki húðholur.

unnamed-25

St. Tropez vörurnar eru einnig mikið notaðar á tískuvikum úti í heimi en meðal annars voru þær notaðar af Julien McDonald, House Of Holland, Sophia Webster, Preen By Thornton Bregazzi og ISSA núna á Spring/Summar ’16 sýningunum. Mikið var unnið með svokallað „wet look“, fallegan ljóma og ferska brúnku hjá merkjunum en til þess að ná hámarksárangri voru St. Tropez vörur notaðar í sérstakri röð fyrir hvert merki. Ég ætla að leyfa myndunum að tala, en í uppáhaldi hjá mér voru lúkkin frá Julien McDonald. Fötin, húðin og förðunin finnst mér einfaldlega guðdómleg.

Julien McDonald SS '16
Julien McDonald SS’16
Julien McDonald SS'16
Julien McDonald SS’16
Julien McDonald SS '16
Julien McDonald SS’16
Sophia Webster SS'16
Sophia Webster SS’16
House Of Holland SS'16
House Of Holland SS’16

Hér getið þið svo séð myndband af því hvernig er hægt að ná hinu fullkomna útliti með nýju olíunum frá St. Tropez.

 

Gunnhildurbirna-

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is