Langar þig að breyta til ?

Klippa hárið eða lita það?  Margir eru mjög smeykir við það að breyta til, eins og það hafi langtíma afleiðingar og geti hreinlega ekki breytt til baka.  Ég skil vel ef fólk hefur fundið sinn lit og sína línu og prófað margt í gegnum árin en ef þú ert með sama lit og sömu línu og þú varst með fyrir fimm, sex árum síðan þá er komin tími til að breyta til.

Hár vex og litur dofnar, hann er breytanlegur og eru svo margir fallegir tónar og litir til. Tískan breytist líka og það er alltaf smá spenna í að breyta til og sjá hvort þetta nýja „look“ sé kannksi bara mun betra en það gamla.

Hérna eru nokkrar hugmyndir fyrir þig.

Bob línan hefur verið mjög vinsæl og er alltaf klassísk, hún vex vel og fer öllum vel. Hægt er að bæta smá styttum í hárið og við andlitið til þess að gera línuna léttari. Svo margar stelpur prófa þessa klippingu áður en farið er eitthvað lengra.

Ef þú ert nú þegar með bob klippingu þá er alltaf hægt að stytta hana eða bæta á hana topp. Toppur er ekki bara toppur, toppar koma í ýmsum gerðum. Þú þarft að sjá hvaða toppur væri bestur fyrir þig og hverju þú ert að leita eftir. Mæli með að hlusta á fagmanninn.

Prófaðu að breyta um lit í rótinni, það að lýsa eða búa til dýpt í rótina gerir rosalega mikla breytingu og er stundum nóg. Auðvelt er að breyta til baka og þá er annahvort skellt í smá strípum eða dekkt þegar næsti tími er. 

Skarpari línur og ákveðin toppur ramma þig inn. Býr til meiri týpu. Þessi klipping er virkilega flott.

Það eru margar dömur að klippa sig þessa dagana og erum við líka að sjá að snoðun hefur verið að detta inn aftur. Stuttar klippingar eru virkilega flottar, lenga hálsin og létta á öllu í raun. Það að vera úfin og ógreiddur er tískan og þarftu þá litið sem ekkert að hafa fyrir þessu. Pastel tónar verða mjög vinsælir í vor/sumar og þær sem eru með ljósan grunn ættu að leika ykkur með þessa skemmtilegu litríku tóna.

Pixie cut með smá twisti. Stutt klipping og stuttur toppur með þyngd að ofan. Ef þú hefur alltaf verið dökkhærð, viltu þá ekki prófa að dekkja?
Ég nota alltaf skol á mína viðksiptavini þegar við erum að fara frá ljósu yfir í dökkt. Þú gætir fengið smá sjokk en það að setja skol þá döfnar liturinn hraðar og birtan kemur aðeins i gegn, svo er líka auðveldara að lýsa það upp ef þetta var kannski of dökkt eða vilt bæta inn smá ljósu með.

2019 er árið, prófaðu… þetta er bara hár, það vex og alltaf hægt að breyta til baka. Ég mæli með faglegum litum sem eru einungis á stofum því litir sem eru út í búð eru oft erfiðari að losna við, koma oft ekki út eins og þeir líta út á pakkanum og geta haft leiðinlegar afleiðingar á hárið þitt.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa