Vonandi eru allir komnir með tíma í klippingu og lit fyrir jólin. 

Hlýjir tónar eru mjög vinsælir núna og hafa verið i smá tíma. 
Stelpurnar á Sprey Hárstofu eru virkilega duglegar að taka myndir af hári sem þær hafa verið að lita og klippa.

Gráir tónar eru frekar sjaldgæf sjón, hvítir eða nátturulega tónar í ljóst hár eru mjög vinsælir og erum við líka að sjá hunangs, beisaða tóna, karamellu og ferskju tóna sem jafnvel leita örlitið út í bleikt.

Hlýjir tónar gefa frá sér meiri birtu og hafa því oftast jákvæð áhrif á húðina þar sem þeir draga úr skugga. Grár tónn getur gert fólk stundum litlaust og þreytuleg þar sem a skuggar koma frekar framm.

Hérna sjáiði vinnu hjá nokkrum á Sprey Hárstofu sem geta gefið þér hugmynd af næstu ferð á hárgreðslustofuna þína. 

Ekki vera hrædd við að prófa nýjunga, tónerar haldast ekki það vel í hári svo það er gaman að leika sér með þá.

Hár : Katrin Sif
Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa