Haldið ykkur fast nú eru heimsfrægu litirnir mættir til Íslands – PULP RIOT !!

Pulp Riot hafa verið vinsælir um allan heim og hafa margir (sérstaklega hárfagmenn) beðið spenntir eftir þessari lita línu.

Pulp Riot er með um 1 milljón eltendur á Instagram og er hægt að finna litina á hárgreiðlsustofum um allan heim.

Pulp Riot eru þekktastir fyrir bjarta og litríka tóna. Þeir eru með 16 tóna samtals og hægt er að velja á milli litamikilla tóna eða pasteltóna.
Pulp Riot er þekktast fyrir skol tónerana sína en þeir eru næringarlitir sem eru 100% vegan og er aðalinnihaldið hjá þeim quinoa en quinoa viðheldur raka, nærir og styrkir hárið. Pulp Riot eru einnig lausir við PPD,MEA, paraben og eru ekki prófaðir á dýrum.

Skol litirnir þeirra halda sínum sanna lit og eru einstakir frá fyrsta deigi og þar til þeir fara úr. Þeir haldast vel í hárinu og dofna vel og jafnt.
Liturinn getur haldist lengi í hárinu en það fer eftir hversu oft hárið er þveigið og hvaða vöru er verið að nota með þeim. Þeir eru miklir aðdáendur af Kevin Murphy og mæla með að nota sjampó og næringu frá þeim þar sem Kevin Murphy vörurnar eru án sulphate.

Ég var með þeim fystu sem fékk að prófa og skellti ég mér á vinsælublönduna frá þeim þar sem liturinn Lava (lýsir í blacklighti) og Blush eru blandaðir saman. Vá hvað ég er búin að vera ánægð. Liturinn er trúr sjálfum sér og er ég ástfanginn af þeim. Bjartur litur sem fer vel með hárið á þér.

Alltaf er best að vera ljóshærð/ur – aflitað hár ef þú vilt fá þessa björtu tóna. Annars er hægt að nota Pulp Riot í ólitað hár líka. Litirnir koma öðruvisi út auðvitað heldur enn á ljósum grunni.

Pulp Riot litirnir fara 100% úr hárinu með tíma en einnig eru þeir með vöru sem tekur lit úr og þú gætir byrjað á einhverju nýju og prófað fleirri liti.

Pulp Riot eru professional litir og einungis hægt að finna á stofum.

Eltu Pulp Riot á Instagram og á Facebook – PULP RIOT ICELAND

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa