PRODUCT MATCHING

Mig langaði að segja ykkur frá product matching, product matching er ótrúlega sniðug leið sem KEVIN.MURPHY bíður upp á á heimasíðunni sinni. Með nokkrum laufléttum spurningum leiðir síðan þig áfram og kemur með hugmyndir af vörum sem gætu hentað þínum óskum. Í samstarfi við KEVIN.MURPHY fékk ég að prófa þær vörur sem komu upp eftir að ég prófaði product matching og langar mig aðeins að segja ykkur frá þeim.

PLUMPING.WASH & PLUMPING.RINSE

PLUMPING.WASH sjampóið örvar og eykur blóðflæði í hársvörðin. Sjampóið inniheldur engifer rót og brenninetlu þykkni sem þéttir og styrkir hárið og veitir því mýkt og glans. Sjampóið örvar hárvöxt, dregur úr hárlosi og viðheldur heilbrigðu hári.

PLUMPING.RINSE gefur raka, verndar og styrkir hárið. Næringin þykkir og viðheldur hárvexti og hjálpar til við að koma í veg fyrir hárlos. Plumping línan notast við sömu tækni og þegar verið er að þykkja augnhár eins og t.d með Rapid Lash.

Af öllum þeim sjampó og hárnæringum sem ég hef prófað frá KEVIN.MURPHY og eru þau nú alveg nokkur, þá verð ég að segja að PLUMPING línan er án efa mín uppáhalds! Þið sem hafið prófað lip plumping gloss, þetta er nánast sama tilfinning – nema þig svíður ekki í hárið. Það er áberandi meiri lyfting í hárinu eftir aðeins eina notkun á sjampóinu og næringunni, við getum orðað það þannig að ég varð „hooked“ eftir fyrsta skipti!

HYDRATE-ME.MASQUE

HYDRATE-ME.MASQUE er djúpnæring sem nærir, mýkir og lagar skemmt hár. Næringin virkar eins og rakakrem í hárið og veitir því næringu og raka. Nóg er að hafa næringuna í hárinu í 5-10 mín. Næringin eykur teygjanleika hársins og náttúrulegan gljáa.

POWDER.PUFF

POWDER.PUFF er eins og ég vill kalla það ,,lyftiduft“ sem er hægt að setja í þurrt eða rakt hár. POWDER.PUFF gefur lyftingu samstundi og því algjör óþarfi að þurfa blása hárið til að fá lyftingu. Skiptir ekki máli hvort um ljóst eða dökkt hár sé að ræða, duftið hverfur inn í hárið og gefur því lyftingu og matta áferð.

        GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM & FACEBOOK

Í samstarfi við KEVIN.MURPHY langar mig að gefa einum heppnum uppáhalds sjampóið og næringuna mína, PLUMPING.RINSE & PLUMPING.WASH frá KEVIN.MURPHY. Til að taka þátt í leiknum þarftu að gera eftirfarandi:

Followa @joninasigrun á Instagram

Tagga vin eða vinkonu í myndinni á Instagram

Followa @kevinmurphyiceland á Instagram

Dregið verður úr leiknum 17.júní 

Fyrir þá sem eru ekki á Instagram er hægt að like-a færsluna og tagga vin eða vinkonu og followa Kevin Murphy Iceland á Facebook.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.