Sprey Hárstofa hefur undanfarin ár gert sina eigin línu og erum þær stoltar að kynna fyrir ykkur UKIYO – Fljótandi Heimur sem kom í Glamour í síðustu viku.

UKIYO eða fljótandi heimur heitir nýja línan frá Sprey Hárstofu.

Sprey hárstofa i samstarfi við Kevin Murphy komu með nýja línu sem kallast UKIYO eða fljótandi heimur.
Tískan er fjölbreytt og skemmtileg og náum við að taka það sem áður var í tísku aftur inn í nútímann. Framtíðin er okkar og erum við öll með okkar leiðir. Þaðan kom nafnið UKIYO.

UKIYO er nútíma tíska í bland við einfaldleika þar sem indjána og tribe tískan fær að vera með. Með því að blanda nokkrum hlutum saman mynduðum við þessa framtíðartísku línu.

Hárið er unnið i samstarfi við Kevin Murphy hársnyrtivörurnar og voru það eigendur Sprey Hárstofu sem sáu um það. Katrin Sif , Dagný Ósk og Karín Rós. Fléttur og tagl eru það sem vil lögðum áherslu á með smá indjána tvisti. Við saumuðum víra og bönd í greiðslurnar og lékum okkur að móta hárið á annan hátt en við venjulega sjáum.

Birta Rán ljósmyndari tók myndirnar og Sigrún Jörgensen stilisti sá um fötin.
Sara Dögg sá um að farða modelin frá Eskimo þær Stefaniu E, Thelmu Torfa og Kristínu Lilju. 

Mikilvægast af þessu öllu er að vera með gott teymi sem vinnur sem heild. Virkilega gaman þegar fagmenn koma saman og hanna list eins og þessa. Þetta væri ekki hægt öðruvisi.

Hérna er svo nýjasta hárlínan frá Sprey Hárstofu x Kevin Murphy

UKIYO

 

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa