KEVIN.MURPHY FAMILY

Mig langaði til að deila með ykkur reynslu minni af KEVIN.MURPHY hár vörunum. Það er ekki mikið sem ég hef gert fyrir hárið mitt undanfarinn ár, nema skella mér í klippingu einu sinni til tvisvar sinnum á ári. En það var ekki fyrr en ég fékk vörurnar frá KEVIN.MURPHY að ég áttaði mig á því hvað góðar hárvörur geta gert mikið fyrir hárið.

BEDROOM.HAIR

BEDROOM.HAIR spreyið var fyrsta varan sem ég prófaði frá merkinu og var ég heilluð frá fyrstu kynnum! En þetta sprey gefur hárinu fyllingu og lyftingu sem helst allan daginn, þið getið lesið meira um spreyið í færslu sem ég skrifaði í fyrra.

ANGEL.WASH & ANGLE.RINSE

ANGEL línan er lett og gefur hárinu lyftingu. Hún er stúttfull af C vítamíni og inniheldur prótein sem styrkir og byggir upp hárið. Þessi lína er ekki einungis fyrir þá sem eru með litað hár en það er í raun próteinið og rakinn frá tangerine sem lokar ysta hárlaginu sem hjálpar hárinu að viðhalda lit, þannig hvort sem þú ert með litað eða ólitað hár þá er þetta gott fyrir hárið.

SHIMMER.ME BLONDE

SHIMMER.ME BLONDE er glans olíu sprey sem inniheldur E og A vítamín. Spreyið kallar fram kalda tóna og virkar eins og highligther fyrir hárið. Gott að spreyja því í bluatt hár til að ná olíu og uppbyggingu inn í hárið og yfir þurrt hárið til að kalla fram glans.

GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

Í samstarfi við KEVIN.MURPHY langar mig að gefa tveimur heppnum vinum/vinkonum SHIMMER.ME BLONDE sprey. Það sem þú þarft að gera til að taka þátt í leiknum er eftirfarandi:

Followa @joninasigrun á instagram

Tagga vin eða vinkonu í myndinni á instagram

Followa @kevinmurphyiceland á instagram

Dregið verður úr leiknum 28.febrúar

Allar vörur frá KEVIN.MURPHY eru cruelty free ❤

 

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.