Við erum að sjá mikið af toppum þessa dagana.

Við erum að sjá mikið um toppa á collectionum sem stóru hárfyrirtækin eru að gefa út núna.  Wella, Z.one Concept, Sassoon og Label.M eru meðal þeirra sem hafa verið með nær eingöngu toppaklippingar á nýjustu línunum þeirra.

Toppa tískan er alltaf vinsæl á þessum tíma. Fólk vill breytingar og eru toppar alltaf góð lausn á breytingu. Við erum að sjá allar gerðir af toppum en það eru tvær tegundir sem standa upp úr þetta vorið.

Stuttir stoppar sem eru óregluegir minna á 90’s toppaklippingarnar og svo eru það síðir 70’s toppar sem eru klipptir í boga og ná allt að niðu að nefi. Þeir eru rúnaðir og hægt er að nota þá sem hliðartopp eða skipt í miðju toppa. Báðir þessir toppar virka við hvaða sídd af hári sem er. Gott er að fá ráðgjöf hjá hárfagmanni hvað myndi fara þér best.

Þessi tími árs er ég að sjá mikð af Bob klippingum og þá með topp. Bob klippinginn er heimsþekkt og hefur hún alltaf verið vinsæl. Nú erum við að sjá hana aðeins öðruvisi en hún hafur verið, blanda af 90’s og 70’s.

Það eru mikið um styttur og hreyfingu þetta árið sem gerir klippinguna skemmtilegri og getur hver og einn verið með sína útfærslu á henni. Hún var lengi vel ein bein lína og jafnsíð en nú erum við að sjá toppa, styttur og léttleika á Bob klippingunni.

Bob klippinginn er alltaf góð og hentar öllum myndi ég segja. Núna er hún komin með smá „twist“ sem hægt er að leika sér með og persónugera hana meiri fyrir hvern og einn. Það að bæta við topp finnst mér virkilega góð breyting og gerir heildina skemmtilegri.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa